Smávegis af júlí 2025

Enn og aftur urđu mikil umskipti í veđurlagi viđ mánađamót júní/júlí. Júní hafđi veriđ svalur (sérstaklega fyrstu tíu dagarnir), kom á eftir alveg sérlega hlýjum maímánuđi. Eins var međ júlí, hann varđ alveg sérlega hlýr og reiknast sá hlýjasti sem vitađ er um í byggđum landsins, allt frá upphafi mćlinga, en almanaksbróđir hans 1933 var reyndar jafnhlýr. Eins og fram hefur komiđ í yfirliti Veđurstofunnar var ţó ekki alls stađar um methita ađ rćđa. 

w-blogg050825a

Taflan hér ađ ofan sýnir hvernig hiti mánađarins á spásvćđunum rađast međal júlímánađa ţeirra 25 ára sem liđin eru af ţessari öld. Hann var hlýjastur ţeirra allra á Austurlandi ađ Glettingi, Austfjörđum og Suđausturlandi, en nćsthlýjastur á Miđhálendinu, á Vestfjörđum, Ströndum og Norđurlandi vestra og Norđurlandi eystra. Ađ tiltölu var hann svalastur viđ Faxaflóa og á Suđurlandi, rađast ţar í 4 og 5 hlýjasta sćti - mjög hlýr ţó.

w-blogg050825b

Kort evrópureiknimiđstöđvarinnar sýnir međalhćđ 500 hPa-flatarins (heildregnar línur), međalţykkt (daufar strikalínur) og ţykktarvik (litir). Ţykktin er yfir međallagi á nćr öllu svćđinu, mest ţó viđ vesturströnd Noregs ţar sem var alveg sérlega hlýtt, dagar ţegar hiti náđi ţar 30 stigum óvenjulega margir. Jafnhćđarlínurnar segja okkur ađ suđlćg átt hafi veriđ ríkjandi hér á landi. Háloftasunnanáttin var óvenjustríđ miđađ viđ árstíma, sú ţriđjamesta í júlímánuđi frá upphafi háloftamćlinga. Hún var mun stríđari en nú í hinum illrćmda júlímánuđi 1955, - en sá mánuđur keppir raunar í flokki ţeirra allrahlýjustu á Austurlandi. Sunnanáttin var svipuđ eđa lítillega stríđari en nú í júlí 2018. Ekki hlaut sá mánuđur sérlega vćn eftirmćli. Vestanáttin var hins vegar ekki fjarri međallagi í júlí og hefur ţađ forđađ ţví ađ mánuđurinn lenti í flokk međ úrhellismánuđum um landiđ suđvestanvert. 

w-blogg050825c

Kortiđ sýnir yfirborđssjávarhitavik í júlí (miđađ er viđ 1981 til 2010) - eins og reiknimiđstöđin sér ţau, Eins og sjá má er sjávarhiti langt ofan međallags viđ landiđ, sérstaklega fyrir norđan. Tvennt verđur ţó ađ hafa í huga ţegar horft er á kort sem ţetta. Annars vegar er um yfirborđshita ađ rćđa. Fyrir kemur ađ hann er í raun ekki mjög dćmigerđur, segir ađeins frá allra efsta laginu. Sé um slíkt ađ rćđa geta fáeinir vindasamir dagar breytt útliti kortsins mjög - kaldari sjór undir blandast ţá upp í yfirborđiđ. Hins vegar er mjög lítiđ ađ marka međaltölin á hafíssvćđunum viđ Austur-Grćnland. Ţegar ís er á svćđinu er yfirborđshiti illa skilgreindur - ekki mikiđ ađ marka hlýjar eđa kaldar tungur og svćđi á ţeim slóđum. 

Ţegar vindur fer ađ aukast í haust kemur hiđ sanna ástand sjávarhitans mun betur í ljós. En auđvitađ hafur hinn hái yfirborđshiti viđ landiđ norđaustanvert áhrif á hitafar viđ ströndina - međan hann varir. 

Ţótt fyrstu ágústdagarnir hafi veriđ mjög hlýir á Norđaustur- og Austurlandi (hiti langt ofan međallags), er samt ekki hćgt ađ segja ađ útlitiđ nćstu daga sé sérlega hlýindalegt. Alls ekki er ţó hćgt ađ tala um kulda, ađ svo stöddu ađ minnsta kosti. Hinir hlýju kaflar í maí og júlí - og kuldinn í júní - hittu mjög vel í mánađamót ađ ţessu sinni. Hefđu ţau skipst öđru vísi á mánuđina - veriđ t.d. hálfum mánuđi fyrr eđa síđar en ađ öđru leyti eins hefđi ekki veriđ um nein sérstök met ađ rćđa. Met geta ţannig veriđ býsna tilviljanakennd. 

Eins og fram kom í yfirliti Veđurstofunnar er áriđ ţađ sem af er í fimmtahlýjasta sćti alla mćlitímabilsins. Í Stykkishólmi hefur ekkert ár frá upphafi mćlinga byrjađ jafnhlýlega og á Akureyri hafa ađeins tvö ár veriđ hlýrri - fyrstu sjö mánuđina og í Grímsey ađeins eitt ár.

Ţökkum BP ađ vanda fyrir kortagerđina. 

 


« Síđasta fćrsla

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af sex og tíu?
Nota HTML-ham

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg050825c
  • w-blogg050825b
  • w-blogg050825a
  • egilsstadaflugvollur-1960-09-23
  • w_2009-kort-2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 243
  • Sl. sólarhring: 244
  • Sl. viku: 1381
  • Frá upphafi: 2489020

Annađ

  • Innlit í dag: 216
  • Innlit sl. viku: 1229
  • Gestir í dag: 193
  • IP-tölur í dag: 189

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband