Fyrstu 20 dagar júlímánaðar 2025

Fyrstu 20 dagar júlímánaðar 2025 hafa verið hlýir. Meðalhiti í Reykjavík er +12,2 stig, +0,9 stigum ofan við meðallag sömu daga 1991 til 2020 og +1,1 stigi ofan meðallags síðustu tíu ára. Raðast hitinn í sjöunda hlýjasta sæti aldarinnar (af 25). Hlýjast var 2009, meðalhiti þá 13,5 stig, en kaldast 2018, meðalhiti 9,9 stig. Á langa listanum raðast hitinn í 14. hlýjasta sæti (af 153). Á þeim lista var líka hlýjast 2009, en kaldast 1885, meðalhiti þá 8,2 stig (8,3 stig 1983).
 
Á Akureyri er meðalhiti nú 13,3 stig, +2,4 stigum ofan meðallags 1991 til 2020 og +2,2 ofan meðallags síðustu tíu ára. Síðustu 90 árin hefur hiti fyrstu 20 daga júlí aðeins tvisvar verið hærri en nú. Það var 1984 (nánast jafn og nú) og 2021, þegar hann var mun hærri (14,5 stig).
 
Á Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi eru dagarnir 20 þeir hlýjustu á öldinni, en á öðrum spásvæðum í 2, til 3. hlýjasta sæti.
 
Á einstökum veðurstöðvum er vik miðað við síðustu tíu ár mest á Gagnheiði. Þar hefur hiti verið +5,1 stigi ofan meðallags. Minnst er vikið í Seley, +0,5 stig og vestur á Bíldudal, +0,8 stig.
 
Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 26,0 mm og er það um 80 prósent meðalúrkomu. Á Akureyri hefur úrkoman aðeins mælst 2,8 mm, um tíundi hluti meðalúrkomu og aðeins 4,7 mm á Dalatanga og er það um 6 prósent meðalúrkomu - hefur þó mælst minni sömu almanaksdaga á báðum stöðvum
 
Sólskinsstundir hafa mælst 104,7 í Reykjavík, um 15 stundum færri en í meðalári. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 140,9, 44 fleiri en í meðalári.

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og fimmtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 179
  • Sl. sólarhring: 209
  • Sl. viku: 1387
  • Frá upphafi: 2486296

Annað

  • Innlit í dag: 157
  • Innlit sl. viku: 1223
  • Gestir í dag: 138
  • IP-tölur í dag: 137

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband