18.7.2025 | 21:02
Hálendishitamet jafnað
Fyrir nokkrum árum leitaði ritstjóri hungurdiska uppi það sem hann kallaði hitamet hálendisins - eftir að hafa reynt að skilgreina hvað hann á við með því. Alls konar vafamál sækja að. Ekkert samkomulag er um að allt fyrir ofan einhverja ákveðna hæð yfir sjávarmáli skuli teljast hálendi. Hvaða stöðvar teljast þá hálendisstöðvar? Að auki hefur ritstjórinn verið nokkuð stífur á þeirri meiningu að hafa stöðvar Vegagerðarinnar ekki með í metakeppnum - nema þá óformlega. Ástæður fyrir þeirri sérvisku eru fleiri en ein, kannski helst sú að hámarkshiti er ekki mældur á sama hátt á Vegagerðarstöðvunum og þeim sem Veðurstofan og aðrir samstarfsaðilar hennar reka. Í upphafi vegagerðarkerfisins var meira um að þeir mælar færu á rek heldur en mælar Veðurstofunnar. Úr þessu var síðar bætt - þannig að líkur á slíkum bilunum eru nú ámóta miklar í kerfunum báðum. Það er einnig þannig að fleiri (til þess bærir) aðilar reka veðurstöðvakerfi. Þær athuganir eru hins vegar ekki í gagnagrunni Veðurstofunnar og mun minna er vitað um uppsetningu mæla - að hleypa slíku að í metametingi er eins og að opna ormadós (eins og það nú heitir).
Hin viðurkenndu met ritstjórans eru því aðeins sett á stöðvum Veðurstofunnar og hennar nánustu samstarfsaðila. Í því sem hér fer á eftir eru vegagerðarstöðvarnar hins vegar með í pottinum - til gamans.
Þá er það þetta með hálendið. Á vefsíðu Veðurstofunnar er einfaldlega miðað við 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Það er einfalt, en hefur þann ókost að tvær stöðvar í byggð lenda uppi á hálendinu - ekki kann ritstjórinn við það. Möðrudalur er efsta byggða ból landsins. Þar hefur verið byggð frá ómunatíð. Stöðin er nú sett í 452 m hæð yfir sjávarmáli - ekki gott að segja hversu nákvæmt það er. Stöðin við Kröflu er hins vegar í 456 metra hæð. Það er beinlínis asnalegt að setja hana á hálendið, en Möðrudal ekki - bara út á 3 metra mun.
Ritstjórinn ákvað því að fara upp í 460 metra, sem stendur er engin stöð á hæðarbilinu 460 til 470 metrar.
Eftir að þessi mörk hafa verið dregin - hæð meiri en 460 metrar - og engar vegagerðarstöðvar er leitin að hæsta hita einföld.
Metið sem ritstjórinn fann á sínum tíma, 25,9 stig sett í Veiðivatnahrauni 24,júlí 2013 stendur enn - en var jafnað nú á dögunum, þann 15.júlí, þegar hiti við Upptyppinga og í Veiðivatnahrauni náði sömu tölu, 25,9 stigum.
En - það er alltaf eitthvað, hvað með vegagerðarstöðvarnar? Það eru tíu vegagerðarstöðvar ofan en 460 metra. Þrjár þeirra, Möðrudalsöræfi, Biskupsháls og Vopnafjarðarheiði hafa mælt hærri hita heldur en áðurnefndar mælingar í Veiðivatnahrauni. Á Möðrudalsöræfum mældust 26,7 stig í hitabylgjunni miklu 10.ágúst 2004, í sama skipti (reyndar 11.águst) mældist hiti 26,0 stig á Vopnafjarðarheiði og þann 25.ágúst 2021 mældust 26,5 stig á Biskupshálsi. Stöðin á Vopnafjarðarheiði hefur tvisvar verið flutt. Fyrstu árin var hún í 580 metra hæð (1995 til 2001), síðan í 484 metra hæð (2001 til 2012), en eftir það í 440 metra hæð (og þar með neðan hálendismarka hungurdiska).
Á dögunum fór hiti í 26,9 stig við Kröflu (456 metra hæð).
En hversu háð hæð eru þessi hitahámörk? Til að tékka á því lítum við á subbulega mynd.
Mun skýrara eintak (pdf) má finna í viðhenginu - einnig batnar myndin nokkuð sé smellt á hana og hún stækkuð. Lárétti ásinn sýnir hæð yfir sjávarmáli, en sá lóðrétti hita. Krossmark er sett við hverja stöð (hæð hennar og hæsta hita sem þar hefur mælst). Við sleppum því að setja nöfn við stöðvar sem ekki eru á hálendinu - þær eru flestar í vel innan við 100 metra hæð - en þó talsverð dreif áfram til hægri á myndinni, en fækkar smám saman eftir því sem hærra er komið. Nöfn vegagerðarstöðvanna er rituð rauðu letri.
Í rauninni er ekki mikið samband á milli hæðar stöðva og hæsta hámarks sem mælst hefur. Reiknuð (nær marklaus) leitnilína sýnir að reiknaður hámarkshiti er aðeins 1,3 stigum lægri í 1000 metra hæð heldur en við sjávarmál. Eina atriðið sem gæti e.t.v. sagt okkur eitthvað er að ofarlega til hægri á myndinni er allstórt autt svæði - en neðarlega til vinstri er ekki eyða. Með hæfilega góðum vilja má segja að rauða strikalínan afmarki eyðuna að neðan - alla vega segir hún okkur frá því að allt sem í framtíðinni mun lenda ofan við verður að teljast óvenjulegt. Halli hennar er ekki fjarri 5 stigum á 1000 metra, 0,5 stig á hverja 100 metra. Sú tala er ekki fjarri meðalhitafallanda yfir landinu - það meðaltal gjarnan talið um 0,6 stig á 100 metra.
Þess mætti e.t.v. vænta að þessi mynd yrði skýrari hefðum við mælingar í þúsund ár, en ekki aðeins tæp 30 eins og hér. Sömuleiðis myndi e.t.v. eitthvað hreinsast til ef allar stöðvarnar hefðu athugað jafn lengi. Það skiptir t.d. máli hvort stöð var að athuga í hitabylgjunum 2004 og 2008 eða ekki. Nýliðin hitabylgja bætti stöðu þeirra stöðva sem byrjuðu að athuga eftir það. Þau met sem nú féllu voru langflest á stöðvum með stuttan athugunartíma. Undantekning þó fáeinar stöðvar á Suðurlandi.
En þrátt fyrir þessa augljósu galla myndarinnar sýnir hún okkur samt að fleira en hæð yfir sjávarmáli (og lengd athugunartíma) ræður hæsta hámarkshita. Til að sannfærast um það þurfum við bara að líta á punktadreifina í fyrstu 100 metrunum - breytileikinn er mikill. Kannski er ástæða til að líta nánar á það. Til að geta gert það þyrfti ritstjórinn hins vegar að fara í undirbúningsvinnu - óvíst hvort þrek og forgangsröðun verkefna leyfa slíkt.
Í sérstöku viðhengi má finna lista með mánaðahitametum hálendisins (textaskrá, endurnýjun á eldri lista hungurdiska).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 23
- Sl. sólarhring: 191
- Sl. viku: 1241
- Frá upphafi: 2485706
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 1076
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning