16.7.2025 | 14:15
Fyrri hluti júlímánaðar 2025
Hlýindin undanfarna daga hafa þokað meðalhita mánaðarins vel upp á við og fyrstu 15 daga júlí er meðalhiti í Reykjavík kominn í 11,8 stig. Það er +0,6 stig ofan meðallags 1991 til 2020 og +0,7 stig ofan meðallags sömu daga síðustu tíu árin. Raðast hitinn nú í 7. hlýjasta sæti (af 25) á öldinni. Þessir sömu dagar voru hlýjastir árið 2007, meðalhiti þá 13,3 stig, en kaldastir voru þeir 2013, meðalhiti þá 9,6 stig. Á langa listanum er hitinn nú í 27. hlýjasta sæti (af 153). Hlýjast var1991, meðalhiti 13,5 stig, en kaldast 1874, meðalhiti 7,7 stig, 8,1 1885 og 8,2 1983.
Á Akureyri er meðalhiti fyrri hluta júlí 13,2 stig það er +2,3 stigum ofan meðallags 1991-2020 og +2,2 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Síðustu 90 árin hefur fyrri hluti júlí aðeins þrisvar verið hlýrri en nú á Akureyri (2021, 1976 og 1991).
Á spásvæðunum öllum er fyrri hluti júlí meðal þeirra 4 hlýjustu á öldinni (af 25). Að tiltölu hefur verið hlýjast á Austfjörðum og Suðausturlandi þar sem hann er hlýjastur, en situr í fjórða sæti við Faxaflóa og á Suðurlandi.
Á einstökum stöðvum er vik miðað við síðustu tíu ár mest á Gagnheiði. Þar er hiti +4,4 stigum ofan meðallags og +4,0 stig á Grímsstöðum á Fjöllum. Minnst er vikið á Mikladal við Patreksfjörð, +0,2 stig, og +0,5 á Bíldudal.
Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 24,3 mm og er það í rétt tæpu meðallagi. Á Akureyri hefur úrkoman aðeins mælst 2,7 mm og er það aðeins 15 prósent af meðallagi. Á Dalatanga hafa aðeins mælst 2,5 mm sem er aðeins 4 prósent af meðallagi þar. Hefur þó á báðum stöðvum mælst enn minni fyrri hluta júlí.
Sólskinsstundir hafa mælst 100,7 í Reykjavík, 15 stundum umfram meðallag. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 111,4, 35,8 fleiri en í meðalári.
Mánudagurinn í þessari viku (14.júlí) var sérlega hlýr um mestallt land. Hiti komst í 20 stig á 65 prósent stöðva í byggðum landsins. Það eru ekki margir dagar sem hafa náð slíkum árangri (meir um það síðar). Árshitamet voru sett á fjölmörgum stöðvum. Sérstaklega skal nefnt met á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, en þar fór hiti í 22,2 stig og hefur aldrei mælst jafnmikill eða meiri frá upphafi mælinga þar (1921). Einnig voru sett met á Hellu á Rangárvöllum (mælt frá 1957), á Vatnsskarðshólum (mælt frá 1978 - og lengur þar í grennd). Líklega mældist nú hæsti hiti sem vitað er um í Hornafirði - líta þarf þó betur á mælingu úr Hólum frá 1934. Met var sett á Hjarðarlandi (29,5 stig) og hefur hiti hér á landi sárasjaldan mælst meiri. Líklega var einnig sett hálendismet (eða það jafnað), en ritstjóri hungurdiska á eftir að athuga það betur (meira síðar).
Viðbót - síðar sama dag:
Undanfarna daga hefur verið mjög hlýtt loft yfir Keflavíkurflugvelli - sérstaklega í neðsta hluta veðrahvolfsins. Að kvöldi 14. var sett júlíhitamet í 925 hPa-fletinum (í rúmlega 600 metra hæð) þegar hiti fór þar í 18,0 stig. Í ágúst árið 2004 fór hiti í fletinum hins vegar í 18,6 stig (þ.9.). Í 850 hPa fór hiti í 13,0 stig í gærkvöldi (15.). Það er óvenjulegt. Í 20 km hæð var hins vegar óvenju kalt - þó ekki met.
Sömuleiðis hefur slatti af daggarmarks- og eimþrýstingsmetum fallið. Daggarmark og eimþrýstingur (hlutþrýstingur vatnsgufu) er mælikvarði á magn eims (vatnsgufu) í lofti. Í dag (16.) hefur loft verið sérlega rakt. Hæsta daggarmark sem enn hefur frést af í dag er 18,3 stig sem mældist á Hallormsstað kl.16, það hæsta sem þar hefur mælst. Opinber landsmet eru ekki til fyrir daggarmarkið. Mælingar á því eru mjög óáreiðanlegar en þó er ljóst að áreiðanlegt daggarmark hefur ekki oft mælst hærra heldur en þetta á landinu, vantar sennilega innan við 1 stig upp á met sjálfvirkra stöðva. Nokkuð af augljósum villum er í hæstu daggarmarksmælingum mannaðra stöðva, meira að segja í Reykjavík þar sem hæsta áreiðanlega gildið er líklega um 16 stig. Ítarleg villuhreinsun hefur (því miður) ekki farið fram. Hafa má í huga að dagar þegar daggarmarkið er langtímum saman ofan við 10 til 12 stig eru óskastundir kjallaraslaga og myglu. Það kann að hljóma sem öfugmæli að helst þurfi að kynda kalda kjallara á hlýjustu og rökustu dögum ársins - og fremur heldur en á öðrum tímum árs - en þannig er það.
Sömuleiðis hefur slatti af daggarmarks- og eimþrýstingsmetum fallið. Daggarmark og eimþrýstingur (hlutþrýstingur vatnsgufu) er mælikvarði á magn eims (vatnsgufu) í lofti. Í dag (16.) hefur loft verið sérlega rakt. Hæsta daggarmark sem enn hefur frést af í dag er 18,3 stig sem mældist á Hallormsstað kl.16, það hæsta sem þar hefur mælst. Opinber landsmet eru ekki til fyrir daggarmarkið. Mælingar á því eru mjög óáreiðanlegar en þó er ljóst að áreiðanlegt daggarmark hefur ekki oft mælst hærra heldur en þetta á landinu, vantar sennilega innan við 1 stig upp á met sjálfvirkra stöðva. Nokkuð af augljósum villum er í hæstu daggarmarksmælingum mannaðra stöðva, meira að segja í Reykjavík þar sem hæsta áreiðanlega gildið er líklega um 16 stig. Ítarleg villuhreinsun hefur (því miður) ekki farið fram. Hafa má í huga að dagar þegar daggarmarkið er langtímum saman ofan við 10 til 12 stig eru óskastundir kjallaraslaga og myglu. Það kann að hljóma sem öfugmæli að helst þurfi að kynda kalda kjallara á hlýjustu og rökustu dögum ársins - og fremur heldur en á öðrum tímum árs - en þannig er það.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:02 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 183
- Sl. sólarhring: 215
- Sl. viku: 1965
- Frá upphafi: 2485251
Annað
- Innlit í dag: 164
- Innlit sl. viku: 1742
- Gestir í dag: 152
- IP-tölur í dag: 152
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning