Sneiđ - frekar en heil kaka?

Nokkuđ hlýrra loft hefur veriđ í námunda viđ landiđ síđustu daga heldur en annars ađ undanförnu. Landshámarkshiti dagsins mćldist 26,3 stig á Egilsstađaflugvelli - nokkuđ yfir vćntingum og talsvert hćrri heldur en nćsthćsta mćlingin (23,5 stig á Hallormsstađ). 

Reiknimiđstöđvar hafa undanfarna daga veriđ ađ stinga upp á ţví ađ enn hlýrra loft komi til landsins um helgina eđa upp úr henni, en enn er ţađ frekar sýnd veiđi heldur en gefin. Auk ţess hefur ekki veriđ samkomulag um ţađ hvort viđ fáum bara til ţess ađ gera ţunna sneiđ af mjög hlýju lofti - en ekki heila köku eins og var í maí. Sá er munurinn ađ sneiđar nćgja venjulega ekki öllu landinu - og klárast ađ auki á augabragđi. 

Sem stendur er meginlíkan evrópureiknimiđstöđvarinnar frekar á ađ gefa okkur sneiđ - kannski í ţykkara lagi ţó. Viđ lítum á tillöguna eins og hún er á hádegismatseđli hennar.

w-blogg090725a

Kortiđ sýnir ţykktina og hita í 850 hPa-fletinum á mánudagskvöld (15.júlí). Ţykktin yfir landinu suđvestanverđu er um 5600 metrar - og ţađ má upplýsa ađ vindátt er austlćg ţannig ađ hiti ćtti ađ vera ofan viđ 20 stig - alla vega inn til landsins. Fyrir norđan er enn meiri ţykkt, allt upp í 5650 metra - nćrri ţví sem mest verđur hér viđ land. Ţađ fer auđvitađ eftir alls konar tilviljunum hversu hátt landshámark ţykkt sem ţessi gefur - fer m.a. eftir ţví hvort sjávarlofti verđur haldiđ í skefjum eđa ekki. Látum vera ađ velta vöngum yfir ţví - ţetta er allt harla óáreiđanlegt. Hiti í 850 hPa er spáđ á bilinu 1ö til 12 stig yfir Suđvesturlandi, en yfir 14 stig viđ Norđurland. Metiđ yfir Keflavíkurflugvelli er 13,9 stig (reyndar ótrúverđug mćling) - áreiđanlegri eru 13,6 stig ţann 29.júlí 2018. Ţá féll slatti af hitametum - og ţađ ótrúlega gerđist ađ hćsti hiti dagsins - og ársins - á landinu mćldist á Patreksfirđi. - En ţetta var bara flís af hlýindum - varla sneiđ. Sama dag áriđ eftir kom ţó heil sneiđ (en ekki meir) - hún dugđi í 26,8 stig í Hjarđarlandi - og varđ líka hćsti hiti ársins ţađ áriđ (2019). 

Spáin fyrir laugardaginn kemur (12.júlí) er trúlega ađeins áreiđanlegri. 

w-blogg090725b

Kortiđ gildir um hádegi á laugardag. Heildregnu línurnar sýna hćđ 500 hPa-flatarins, af ţeim ráđum viđ vindátt og vindstyrk í miđju veđrahvolfi. Litir sýna ţykktina, hún mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs. Mikill sunnanstrengur er fyrir vestan Bretlandseyjar, miđja hans er rétt austan viđ Ísland. Mjög hlýtt loft berst til norđurs međ sunnanáttinni, en strengurinn markar jafnframt skörp skil sem eru nćrri sjávarmáli - undir strengnum. Köld lćgđ er suđvestur í hafi. Örlög hlýindanna ráđast mjög af hegđan ţessarar lćgđar. Hreyfist hún lítiđ gćti hún sveigt hlýindin nćgilega til vesturs til ađ viđ fáum notiđ ţeirra. Reiknađ er međ ţví ađ ţađ gerist - en nú sem stendur á lćgđin síđan ađ nálgast okkur. Geri hún ţađ stuggar hún viđ hlýindunum og sneiđin hörfar til norđurs og norđausturs - en viđ lendum í köldu lofti lćgđarmiđjunnar (eins og oftast viđ svipađar ađstćđur). 

Fleira má benda á á kortinu. Lćgđ er yfir austanverđri Evrópu. Hún heldur mestu hlýindunum í skefjum ţar, en sér til ţess ađ Skandinavía nýtur ţeirra - ţykktinni á sunnudag er spáđ upp í 5700 metra yfir Mćri í Noregi á sunndag. 

Kuldapollurinn á norđurslóđum er hér mjög öflugur, en spár eru ekki sammála um hvađ hann svo gerir í framhaldinu. Mjög öflug lćgđ er á austurjađri hans, viđ Baffinsland.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg130825a
  • w-blogg090825e
  • w-blogg090825d
  • w-blogg090825c
  • w-blogg090825b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 1146
  • Frá upphafi: 2491846

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1013
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband