Dálítið þrumuveður við Austurland

Háloftalægðin sem fjallað var um í pistlinum á undan þessum er þegar þetta er skrifað (sunnudagakvöld 6.júlí 2025) við Austfirði og fer hratt til suðausturs. Í tengslum við hana virðist hafa myndast þrumuveður við Austfirði. Spár höfðu gefið möguleika á slíku í skyn, en ritstjóri hungurdiska var heldur vantrúaður á að úr því yrði. En nú hafa þegar mælst nærri 50 eldingar á þessum slóðum. 

w-blogg060725a

Myndin sýnir annars vegar staðsetningu eldinga milli kl.18 og 20:30 í dag, en hins vegar er 500 hPa-kort - svipað því sem sýnt var í síðasta pistli, en gildir kl.21 í kvöld. Lægðin á hraðri leið til suðausturs. Þrumuveður eru heldur sjaldséð á þessum slóðum - og ekki alveg augljóst hvaða smáatriði koma hér við sögu. - Við sleppum því að fimbulfamba eitthvað um orsakirnar - en geymum dæmið í huga. Háskýjaglópar fengu líka eitthvað fyrir sinn snúð hér vestanlands í dag - klósiga af ýmsum gerðum - þó heldur væru þeir veigalitlir flestir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg220725b
  • w-blogg220725a
  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 93
  • Sl. sólarhring: 111
  • Sl. viku: 920
  • Frá upphafi: 2487630

Annað

  • Innlit í dag: 82
  • Innlit sl. viku: 757
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband