4.7.2025 | 22:12
Af lítilli háloftalægð
Undanfarna daga hefur nokkuð snarpur kuldapollur haldið sig við Norðvestur-Grænland. Nú er stuggað við honum og (efri) hluti hans fer til suðausturs um Ísland á sunnudaginn. Þetta gerist mjög hratt - en samt að mestu á hefðbundinn hátt. Vindur hér á landi snýst til suðvesturs á morgun (laugardag) - loftið er samt til þess að gera þurrt, úrkoma verður furðulítil. Síðan fer þetta kerfi yfir á sunnudaginn og vindur snýst um tíma til norðurs og það kólnar töluvert - alla vega um allt landið norðan- og vestanvert.
En lítum nú á stöðuna í háloftunum.
Kortið gildir síðdegis á sunnudag (6.júlí) og sýnir hæð 500 hpa-flatarins (heildregnar línur), hita í fletinum (litir) og vind (hefðbundnar vindörvar). Lægðin (kuldapollurinn) er yfir landinu norðaustanverðu og hreyfist hratt til suðausturs. Vestan við miðjuna er mjög snörp vindröst, um 40 m/s þar sem mest er. Vindur þessi nær ekki til jarðar nema þar sem fjöll geta gripið upp í hes rastarinnar og hugsanlega dælt niður vindsveipum. Það er nokkuð kalt í miðju lægðarinnar (um -27 stig). Eins og áður sagði verður nokkuð kalt í kjölfarið - aðfaranótt mánudags, en það gengur strax yfir - hlýrra loft tekur við.
Þótt flestir verði lítið varir við þetta kerfi er það samt allrar athygli vert. Það getur verið sérstaklega gaman að fylgjast með skýjafari, bæði er tilefni til myndunar fjölbreyttra bylgjuskýja og svo má vera að við fáum að sjá þverklósiga, háskýjaband/bönd sem liggur samsíða háloftavindstrengnum - hver veit. Ritstjóri hungurdiska uppgötvar, sér til furðu, að hann hefur ekki enn birt pistil sinn um þverklósigann og klósigarótina þrátt fyrir að hafa átt hann á lager í nærri 20 ár. Skilur bara ekkert í hvað veldur þeirri gleymsku eða hiki.
Lægðin fer eins og áður sagði hratt til suðausturs til meginlands Evrópu og veldur þar þrumuveðrum á þriðjudag eða miðvikudag - fer síðan aftur á norðlægari slóðir - kannski að hún komist alla leið í Norðuríshafið um eða eftir næstu helgi - og geti þar endurnýjað kraftana.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 27
- Sl. sólarhring: 197
- Sl. viku: 2203
- Frá upphafi: 2481894
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 1928
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning