Nógu kalt

Þótt veðrið sé í aðalatriðum meinlaust er loftið yfir landinu samt í kaldara lagi - alveg nógu kalt alla vega. Kaldast (í bili) á að verða á aðfaranótt þriðjudags.

w-blogg300625a

Kortið sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl.6 að morgni þriðjudags 1.júlí 2025. Jafnþykktarlínur eru heildregnar, og við Húnaflóa verður þykktin þá - að sögn - minni en 5320 metrar. Þetta er að vísu ekki met í júlí, en samt alveg nógu kalt. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því minni sem hún er því kaldara er loftið. Litirnir sýna hita í 850 hPa-fletinum, sem er í um 1400 metra hæð. Þar er býsna kalt, lægstu tölurnar eru í kringum -5 stig - ekkert óskaplega langt ofan við júlílágmarksmet. 

Litla kortið neðst til hægri sýnir stöðuna í 500 hPa-fletinum. Þeir sem rýna í hana (og stækka myndina) sjá að lægðardrag er yfir landinu vestanverðu, það er á leið til suðausturs. Ljósgræni liturinn sýnir hvar hiti í 500 hPa er lægri en -26 stig. Það er mun lengra fyrir ofan lágmarksmet júlímánaðar í 500 hPa heldur en 850 hPa er ofan við júlímet þess flatar. Segir okkur að nú sé tiltölulega kaldara í neðsta hluta veðrahvolfs heldur en uppi í því miðju. Þessi kuldi gæti verið mun illkynjaðri heldur en hann er. 

Svo virðist sem lítið sé að treysta á lengri spár þessa dagana, en þær eru þó lítið í því að bjóða upp á veruleg hlýindi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 71
  • Sl. sólarhring: 180
  • Sl. viku: 1371
  • Frá upphafi: 2486047

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 1207
  • Gestir í dag: 56
  • IP-tölur í dag: 56

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband