Dembur

Ritstjóri hungurdiska tók eftir því að milli kl.15 og 16 í dag (28.júní 2025) mældist úrkoma á Kálfhóli á Skeiðum 16,3 mm. Þetta er meira en áður hefur mælst á svo skömmum tíma á stöðinni. Næsta tala fyrir neðan er að vísu ekki mikið lægri, 15,2 mm sem mældust þann 10.ágúst árið 2009. 

w-blogg280625a

Línuritið er klippa af vef Veðurstofunnar - kvarðinn til vinstri sýnir uppsafnaða úrkomu í mælinum, en sú til hægri er 24 stunda úrkoma. Línuritið var gert eftir kl.21 þann 28. og sýnir að í dembum dagsins féllu allt um 25 mm, langmest milli kl.15 og 16. Fróðlegt verður að skoða 10-mínútna gildin líka - en það verður að bíða að sinni. Í þéttbýli - og í brattlendi geta dembur sem þessar beinlínis verið hættulegar, 16 lítrar á fermetra á klukkustund verða fljótt að stórum tölum á stærri fleti. Þar sem jörð tekur ekki við, svosem á stórum húsþökum, götum og bílastæðum verður um vanda að ræða - og í bröttum hlíðum verða skyndilega til miklir lækir sem geta hrifið með sér mold og grjót og orðið að skriðuhlaupum - sérstaklega þar sem atburðir sem þessir eru sjaldgæfir. Við eigum á lager nokkra slíka skaðaviðburði í brattlendi ofar í Árnessýslu - að vísu vitum við ekki hver úrkomuákefðin var í þeim tilvikum - kannski mun meiri en þetta. 

Ratsjármyndir sýna að í dag gengu snarpar skúrir yfir Suðurlandsundirlendið, býsna tilviljanakennt. Ef til vill hefur ákefðin einhvers staðar verið meiri en þessi mæling sýnir. Kannski hitti þessi mæling bara einstaklega vel í - kannski var ekki um stórt svæði að ræða? Það veit ritstjórinn ekkert um - kannski hljóp bara einhver óeirð í mælinn?

Nú er kalt loft í háloftunum yfir landinu og loft því mjög óstöðugt. Næstu tvo til þrjá daga kólnar enn - en meira neðan til heldur en ofar. Því er ekki víst að skúramætti aukist - en samt verður að gera ráð fyrir dembum á víð og dreif næstu daga - reiknimiðstöðvar gera ráð fyrir slíku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg130925-ak-a
  • w-blogg130925a
  • w-blogg130925b
  • Slide8
  • Slide7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 44
  • Sl. sólarhring: 247
  • Sl. viku: 1519
  • Frá upphafi: 2498039

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 1369
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband