Fyrstu 20 dagar júnímánaðar 2025

Fyrstu 20 dagar júnímánaðar 2025 voru svalir, meðalhiti í Reykjavík var 7,8 stig, -1,7 stigum neðan meðallags 1991-2020 og -1,5 stig neðan meðallags síðustu tíu ára. Dagarnir 20 voru jafnkaldir í Reykjavík 2001 og nú og eru kaldustir á öldinni (af 25). Hlýjastir voru þessir dagar árið 2002, meðalhiti þá 11,5 stig. Á langa listanum er hitinn nú í 133 sæti (af 153). Kaldastir voru þessir dagar 1885, meðalhiti þá 6,6 stig. Júnímánuður verður nú æ líklegri til að verða kaldari en maí. Meðalhiti þá var 9,0 stig og til að ná þeirri tölu þarf meðalhiti síðustu tíu dagana að verða 11,5 stig, sem er harla ólíklegt miðað við spár um hita þessara daga.
 
Á Akureyri er meðalhiti fyrstu 20 daga júní 7,3 stig, -1,8 stigum neðan meðallags 1991-2020 og -2,2 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Kaldara var á Akureyri sömu daga í fyrra og einnig 2001 og 2011.
 
Á spásvæðunum raðast hiti yfirleitt í 17. til 22. hlýjasta sæti á öldinni, 22. sæti við Faxaflóa, á Ströndum og Norðurlandi vestra og á Norðausturlandi, en í 17. hlýjasta sæti á Austfjörðum og Suðausturlandi.
 
Hiti er í meðallagi síðustu tíu ára á tveimur veðurstöðvum, Ingólfshöfða og í Seley, en kaldast að tiltölu hefur verið á Reykjum í Fnjóskadal þar sem hiti er -2,5 stigum neðan meðallags.
 
Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 15,4 mm og er það um helmingur meðalúrkomu sömu daga. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 51,6 mm, nærri fjórföld meðalúrkoma. Á Dalatanga hefur úrkoman mælst 111,6 mm og er það hátt í tvöfalt meðallag.
 
Sólskinsstundir í Reykjavík hafa mælst 161,7 mm og er það um 35,3 stundum fleiri en í meðalári. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 109,6, 16,9 færri en í meðalári.
 
Meðalloftþrýstingur er í lægra lagi, en þó fjarri meti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 116
  • Sl. sólarhring: 169
  • Sl. viku: 2026
  • Frá upphafi: 2485025

Annað

  • Innlit í dag: 98
  • Innlit sl. viku: 1804
  • Gestir í dag: 84
  • IP-tölur í dag: 81

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband