Fyrri hluti júní 2025

Fyrri hluti júnímánaðar hefur verið kaldur. Meðalhiti í Reykjavík er 7,3 stig, -2,0 stigum neðan meðallags sömu daga árin 1991 til 2020 og -1,8 stig neðan meðallags síðustu tíu ára. Raðast hitinn enn í kaldasta sæti sömu daga á þessari öld (af 25). Hlýjastur var fyrri hluti júní árið 2002, meðalhiti þá 12,0 stig. Á langa listanum raðast hitinn nú í 135. hlýjasta sæti (af 153) og það lægsta frá 1997. Kaldasta júníbyrjun tímabilsins alls var 1885, þá var meðalhiti í Reykjavík 5,8 stig.
 
Á Akureyri er meðalhitinn nú 6,5 stig og er það -2,4 stigum neðan meðallags 1991 til 2020 og -2,8 stig neðan meðallags síðustu tíu ára. Júní hefur ekki byrjað svona kuldalega á Akureyri síðan 2011.
 
Á spásvæðunum raðast hitinn yfirleitt í 22. eða 23. hlýjasta á öldinni, á Austjörðum í 20. sæti (júní hefur þar fimm sinnum byrjað kaldari).
 
Hiti er neðan meðallags síðustu tíu ára á öllum veðurstöðvum landsins. Minnst er vikið á Vatnsskarðshólum, þar er hiti aðeins -0,1 stigi neðan meðallags. Mest er vikið við Upptyppinga, Reyki í Fnjóskadal og á Grímsstöðum á Fjöllum, -3,5 stig.
 
Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 7,9 mm og er það um 40 prósent meðalúrkomu. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 37 mm og er það ríflega fjórfalt meðaltal - en þó langt frá meti. Á Dalatanga hefur úrkoman mælst 104 mm og er það rúmlega tvöfalt meðaltal.
 
Sólskinsstundir hafa mælst 148 í Reykjavík, 52 fleiri en í meðalári og hafa aðeins 7 sinnum mælst fleiri sömu daga síðustu 113 árin. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 99,6. Það er í meðallagi.
 
Meðalloftþrýstingur hefur aðeins 12 sinnum verið lægri í fyrri hluta júní frá því að samfelldar mælingar hófust, 1822.
 
Meðalhiti í maí í Reykjavík var 9,0 stig. Til að júní nái þeirri tölu þarf meðalhiti síðari hluta hans að vera meiri en 10,7 stig. Á þessari öld hefur hiti síðari hluta júní verið svo hár í helmingi ára (12 ár af 24). Á árunum 1961 til 2000 gerðist það hins vegar aðeins fjórum sinnum, svo miklu algengari hafa júníhlýindi verið á síðari árum heldur en áður. Líkur á því að júní verði kaldari heldur en maí í Reykjavík eru óvenjumiklar að þessu sinni. Eins og rakið hefur verið áður hér á hungurdiskum er maí stundum hlýrri en júní á veðurstöðvum landsins. Það er þó mun algengara á Norður- og Austurlandi heldur en suðvestanland og hefur ekki gerst í Reykjavík síðan 1851 og aldrei í Vestmannaeyjum. Til þess að þetta gerist í Vestmannaeyjum verður meðalhiti í síðari hluta júní að vera minni en 8,3 stig. Það hefur gerst þrisvar á þessari öld, 2015, 2018 og 2021. 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg060725a
  • w-blogg040725a
  • w-blogg020725c
  • w-blogg020725b
  • w-blogg020725a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 298
  • Sl. sólarhring: 460
  • Sl. viku: 1842
  • Frá upphafi: 2482837

Annað

  • Innlit í dag: 260
  • Innlit sl. viku: 1663
  • Gestir í dag: 254
  • IP-tölur í dag: 248

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband