Fyrri hluti maímánaðar 2025

Meðalhiti fyrstu 15 daga maímánaðar í Reykjavík er +7,4 stig, +1,6 stigum ofan meðallags sömu daga 1991 til 2020 og +1,8 stig um ofan meðallags síðustu tíu ára. Hitinn raðast í 7 hlýjasta sæti á öldinni (af 25). Hlýjastur var fyrri hluti maí árið 2008, meðalhiti þá +8,3 stig. Kaldast var 2015, meðalhiti +2,8 stig. Á langa listanum raðast hitinn í 19. hlýjasta sætið af 151. Hlýjast var 1960, meðalhiti 9,4 stig, en kaldast 1979, meðalhiti 0,3 stig.
 
Staðan fyrir norðan er óvenjulegri. Meðalhiti fyrstu 15 daga mánaðarins á Akureyri er +9,5 stig, +4,3 stigum ofan meðallags 1991 til 2020 og +4,6 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Þetta er næsthlýjasta maíbyrjun síðustu 90 ára á Akureyri, hlýrra var árið 2000 þegar meðalhiti þessara sömu daga var +10,2 stig (en þá kólnaði mjög síðari hluta mánaðarins).
 
Á spásvæðunum er þetta hlýjasti fyrri hluti maí á öldinni allt frá Vestfjörðum austur og suður um til Suðausturlands - og á Miðhálendinu. Við Faxaflóa er hitinn í 5 hlýjasta sæti og því 6. hlýjasta á Suðurlandi.
 
Vik miðað við síðustu 10 ár er mest við Upptyppinga. Þar hefur hiti verið +5,9 stigum ofan meðallags. Kaldast að tiltölu hefur verið á Önundarhorni undir Eyjafjöllum og á Sámsstöðum. Þar er hiti +1,4 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára.
 
Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 33,4 mm, um 20 prósent umfram meðallag. Á Akureyri hefur hún mælst 5,6 mm og er það um helmingur meðalúrkomu. Austur á Dalatanga hafa aðeins mælst 3,3 mm og er það aðeins 6 prósent meðalúrkomu. Þetta er með allra þurrasta móti - en þó ekki met - sýnist vera það þurrasta frá því sömu daga árið 2000.
 
Sólskinsstundir hafa mælst 95,8 í Reykjavík, er það rétt í tæpu meðallagi. Sólskinsstundir hafa mælst 108,3 á Akureyri og er það um 30 stundum fleiri en í meðalári.
 
Auðvitað hafa hitamet síðustu daga vakið athygli, ekki síst nýtt Íslandsmet maíhita sem sett var á Egilsstaðaflugvelli í gær (15.maí). Vonandi mun ritstjóri hungurdiska gera eitthvað grein fyrir þessum hlýindum í sérstökum pistli/pistlum. Metið sjálft verður þó að bíða staðfestingar Veðurstofunnar - væntanlega í mánaðaruppgjörinu fyrir maímánuð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og átján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg120525a
  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 287
  • Sl. sólarhring: 291
  • Sl. viku: 1757
  • Frá upphafi: 2467331

Annað

  • Innlit í dag: 266
  • Innlit sl. viku: 1603
  • Gestir í dag: 230
  • IP-tölur í dag: 225

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband