Óþarflega djúp - og köld - lægð

Fyrirsögnin tekur kannski óþarflega djúpt í árinni, en samt - lægðin á að verða um 975 hPa í miðju í fyrramálið (föstudaginn 9.maí) - og það er í dýpra lagi á þessum árstíma. Sömuleiðis á þykktin að fara niður fyrir 5200 metra - sem er alla vega óþarflega kalt - en auðvitað langt, langt frá meti. Loftið er kalt og óstöðugt þannig að kuldinn dreifist vel um veðrahvolfið allt - þykktin mælir meðalhita í neðri hluta veðrahvolfs - ein og sér veit hún ekki hvort kuldinn er jafndreifður eða ekki. Staða þar sem mun kaldara er neðst, en hlýrra ofar getur þannig sýnt sömu þykkt og sú sem vænta má á morgun. Þá væri mun kaldara í mannheimum heldur en þykktin ein segir til um. Á morgun erum við því um það bil í þeim hita sem þykkt upp á 5200 metra getur gefið mestan. (Umhugsunarvert - en vel þess virði að hugsa aðeins).

w-blogg080525a

Hér má sjá spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um hæð 500 hPa-flatarins, vindafar og hita í fletinum kl.06 í fyrramálið, föstudaginn 9.maí. 

Frostið er mest við Vestfirði -39 stig, það er í meira lagi í maí, metið er þó aðeins neðar, neðan við -40 stig. 

Ef hann gengi til norðurs í kjölfarið yrði mjög kalt - en reiknimiðstöðvar segja það ekki eiga að gerast að þessu sinni. Það hlýni fljótt aftur og þetta verði því ekki alvarlegt hret, aðeins örstutt sýnishorn. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sjö?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8
  • Slide7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 16
  • Sl. sólarhring: 433
  • Sl. viku: 1442
  • Frá upphafi: 2465137

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 1291
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband