24.4.2025 | 21:52
Sumarlíkindi
Einhvern orðróm heyrði ritstjóri hungurdiska um að ólíklegt væri að sumarið 2025 yrði jafnslæmt og sumarið í fyrra (2024). Kannski rétt að kanna þessi líkindi. Með þeim fyrirvara þó að spágildi slíkra líkindafræða er nákvæmlega ekki neitt. Enn vitum við ekkert um gæði komandi sumars. Reiknimiðstöðvar eru að vísu með einhverjar tillögur en svo virðist sem þær séu heldur flöktandi.
Ritstjóri hungurdiska hefur nú um skeið gefið hverju sumri einkunn. Einkunn Reykjavíkur telur hann einhvern veginn eiga við Suður- og Vesturland, en einkunn Akureyrar telur hann að eigi á sama hátt við Norður- og Austurland. Þetta eru þó harla grófar alhæfingar sem ekki alltaf standast skoðun.
Hæsta einkunn sem sumar getur fengið samkvæmt aðferðum ritstjórans er talan 48, en sú lægsta er núll. Það sumar sem komst næst toppeinkunn var 2021 - á Akureyri (47), en var í rúmu meðallagi í Reykjavík (24). Lægsta einkunn sem enn hefur sést fékk sumarið 1983 í Reykjavík (1). Akureyrarsumar hefur aldrei fengið lægri einkunn heldur en 5, það var 1985. Hæsta einkunn í Reykjavík fengu sumrin 2009 og 2010 (41). Allar þessar tölur hafa komið fram í reglulegum pistlum hungurdiska á undanförnum árum. Í Reykjavík nær matið aftur til sumarsins 1923, en ekki er hægt að byrja fyrr en 1928 á Akureyri. Við getum því borið saman sumur 97 ára á stöðunum báðum.
Einfaldast er að gera það með því að teikna gildin á sömu mynd, á dreifirit.
Mun skýrara eintak af myndinni má finna í pdf-viðhengi. Sumareinkunn Reykjavíkur er á lárétta ásnum, en einkunn Akureyrar á þeim lóðrétta. Við sjáum strax að ekkert samhengi er á milli einkunna staðanna beggja, gæði á öðrum segja ekkert um gæði á hinum. Segja má að þetta sé í samræmi við almenna reynslu þeirra sem fylgjast með veðri.
Það sem við erum með athyglina á í dag er sumarið í fyrra, 2024. Til að auðveldara verði að sjá hvaða sumur eru vond og hver góð hafa punktalínur verið felldar um myndina þvera, lóðrétt og lárétt. Sumur sem hafa lægri einkunn en 17 eru talin vond - í Reykjavík eru þau til vinstri á myndinni, en á Akureyri í neðsta hluta hennar (neðan neðri láréttu punktalínunnar). Þannig er valið að um það bil fimmta hvert sumar á hvorum stað lendir í vonda flokknum. Sama er gert fyrir góðu sumrin - þau eru lengst til hægri á myndinni fyrir Reykjavík, en efst fyrir Akureyri.
Við þetta verða til 9 reitir á myndinni. Þeir hafa verið merktir með bókstöfum. Í reitnum sem er neðst til vinstri er bókstafurinn g. Þar má finna sumarið 2024 - það skilgreinist sem vont bæði í Reykjavík og á Akureyri, ásamt sumrunum 1992 og 1959 - rétt þar við eru 1972 og 1935 (bæði vond á Akureyri, en við það að teljast vond í Reykjavík). Eins eru sumrin 1969, 2018 og auðvitað 1983 þarna rétt við mörkin - mjög vond í Reykjavík, en á mörkum hins vonda á Akureyri. Varla er marktækur munur á þessum sumrum öllum, átta talsins. Ef við trúum á líkindafræði ættu því að vera 7 til 8 prósent líkur á jafnvondu 2025. Þetta eru hærri tölur heldur en almennt hafa verið í umferð í umræðu dagsins.
Það má vekja athygli að reiturinn sem merktur er bókstafnum i er auður. Þar ættu að vera hin afburðagóðu sumur í Reykjavík, þau sem þá eru líka afburðavond á Akureyri. Við eigum sum sé eftir að upplifa svoleiðis nokkuð. Aftur á móti eru nokkur afburðavond í Reykjavík, en afburðagóð á Akureyri. Þau eru í a-reitnum á myndinni.
Sumardagurinn fyrsti í ár, 2025, var sérlega hlýr á Suðvesturlandi. Hátíðarmet voru sett á allmörgum veðurstöðvum á þeim slóðum, þar á meðal í Reykjavík.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 9
- Sl. sólarhring: 370
- Sl. viku: 1082
- Frá upphafi: 2462286
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 949
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning