Vetrarhiti 2024-25 í byggðum landsins

Við reynum nú (eins og oft áður) að reikna meðalhita íslenska vetrarins, frá fyrsta vetrardegi til þess síðasta. Talan sem fæst út er +1,0 stig, það er +0,3 stigum ofan meðallags 1991 til 2020, +0,1 stigi ofan meðallags fyrstu 24 vetra aldarinnar og +0,2 stigum ofan meðallags síðustu tíu vetra.

w-blogg230425a 

Til að geta reiknað þurfum við að vita landsmeðalhita (í byggð) á hverjum degi vegna þess að íslenski veturinn hrekkur til í dagsetningum. Miklar breytingar hafa orðið á stöðvakerfinu í þessi rúmlega 70 ár og þess vegna er ekki hægt að gera ráð fyrir mjög mikilli nákvæmni í reikningunum - hægt væri að reikna á aðra vegu en hér er gert og fá út lítillega aðrar tölur. Sú er þó sannfæring ritstjórans að það skipti ekki miklu. Veturinn í vetur er t.d. greinilega talsvert hlýrri en sá næsti á undan sem var sá kaldasti allt frá 1998-99. Nýliðinn vetur slefar í meðallag, en er áberandi kaldari heldur en t.d. 2018-19, 2016-17 og 2002-03. Sá síðastnefndi er áberandi hlýjasti vetur allra þeirra 76 vetra sem hér eru undir. Það var hins vegar kaldast veturinn 1967-68.

Reiknuð leitni er um +1,1 stig á öld. Væri enn meiri ef við gætum teygt okkur öld eða meira til baka - eins og við höfum stundum gert fyrir bæði Reykjavík og Stykkishólm þar sem við eigum daglegar tölur lengra aftur en við eigum í þessu tilviki. Veturinn í vetur var nokkuð tvískiptur, kalt var framan af, en síðan með hlýrra móti, kuldi og hlýindi jöfnuðust mikið til út. Tökum samt eftir því að ekki voru nema tveir vetur hlýrri en sá nýliðni allt tímabilið frá 1965 til ársins 2002 (1971-72 og 1990-91). Á þessari öld hafa hins vegar sjö vetur verið hlýrri heldur en sá nýliðni.

Hvernig framtíðin verður vitum við auðvitað ekkert um - frekar en venjulega. Ekkert vitum við heldur neitt um sumarið þótt ekki skorti véfréttarlega spekina frá reiknimiðstöðum heimsins. En kannski skiljum við hana ekki - frekar en forngrikkir sínar véfréttir - þótt réttar væru.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tveimur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • w-blogg230425a
  • w-blogg120425b
  • w-blogg120425a
  • w-blogg080425b
  • w-blogg080425a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 162
  • Sl. viku: 817
  • Frá upphafi: 2461912

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 725
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband