Fyrsti þriðjungur aprílmánaðar 2025

Fyrstu tíu dagar aprílmánaðar hafa verið sérlega hlýir. Meðalhiti í Reykjavík er +7,0 stig, +4,3 stigum ofan meðallags 1991 til 2020 og +4,8 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Þetta er langhlýjasta aprílbyrjun aldarinnar, það er 1 stigi hlýrra en 2014, en þá var einnig mjög hlýtt. Kaldasta aprílbyrjunin á öldinni var árið 2022, meðalhiti þá var -0,9 stig. Á langa listanum er þetta einnig hlýjasta aprílbyrjunin og munar tæpu hálfu stigi á meðalhita nú og sömu daga 1926. Kaldast var 1886, en þá var meðalhiti daganna tíu -4,6 stig.
 
Á Akureyri eru vikin enn meiri, meðalhiti er +6,8 stig og er það +5,7 stigum ofan meðallaga 1991 til 2020 og +6,5 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára.
 
Þetta er hlýjasta aprílbyrjun aldarinnar á öllum spásvæðum. Á einstökum stöðvum er vikið mest á fjöllum austanlands, á Gagnheiði hefur hiti verð +8,2 stig ofan meðallags, en minnst er vikið í Seley, +2,8 stig.
 
Úrkoma hefur mælst 12,2 mm í Reykjavík, um helmingur meðalúrkomu sömu daga. Á Akureyri hafa mælst 17,4 mm, um 50 prósent umfram meðallag og á Dalatanga hafa mælst 6,8 mm, aðeins fimmtungur meðallags.
 
Þótt loftþrýstingur hafi verið hár hefur hann samt verið hærri 11 sinnum sömu daga síðustu 200 árin rúm,
 
Næstu daga er spáð öllu lægri hita á landinu og næsta óvist að mánuðinum haldist á þessu efsta sæti hlýinda.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Sæll Trausti. 

Forvitinn spyr. Eflaust komið að einhverju fram hér á Hungurdiskum áður eða annarsstaðar.  Sennilega bara mín leti við að leita. 

9. apríl 1963. 

1. Fært yfir á 2025. Hefði snöggu illviðrinu verið spáð í dag  ? Og með plús /mínus tímasetningu - um miðjan dag , sem varð raunin? 

2. Var veðurhæðin óvænt, eða snöggdýpkun ? 

kveðja. 
valdimar.

P.Valdimar Guðjónsson, 12.4.2025 kl. 22:10

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Fjallað er mjög ítarlega [17. blaðsíður] um hretið 1963 í pistli hungurdiska 18.september s.l. (2024): Af páskahretinu 1963 - trj.blog.is

Þar segir m.a. nokkuð ítarlega af spám (seint í pistlinum). Fram kemur að snúningur vinds til norðurs var ekki  svo óvæntur, en veðurharkan, bæði vindhraði, frost og hríðarákefð voru það. 

Mun betur gengi að spá veðri af þessu tagi nú á dögum, jafnvel með 3 til 6 daga fyrirvara. 

Trausti Jónsson, 13.4.2025 kl. 00:03

3 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Takk fyrir Trausti. 

P.Valdimar Guðjónsson, 13.4.2025 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 232
  • Sl. sólarhring: 279
  • Sl. viku: 1344
  • Frá upphafi: 2464296

Annað

  • Innlit í dag: 211
  • Innlit sl. viku: 1161
  • Gestir í dag: 205
  • IP-tölur í dag: 196

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband