Ólíkar úrkomuspár

Ritstjóri hungurdiska var nú áðan í einhverju hálfgerðu rænuleysi að fletta spákortum og tók eftir því að lítilli úrkomu var spáð í Reykjavík næsta sólarhring, í framhaldinu leit hann líka á spárit evrópureiknimiðstöðvarinnar og hélt eitt augnablik að ritið hefði ekki endurnýjast - því þar stóð að líklegasta úrkoma á sama tíma yrði meiri en 10 mm og ein 50 safnspáa sagði úrkomuna verða 50 mm á einum sólarhring. Þessa misræmis gætti ekki á nálægum stöðvum, t.d. á Hvanneyri í Borgarfirði eða fyrir austan fjall. 

Þetta gefur tilefni til þess að líta á þessar spár á íslandskortum.

w-blogg060425a

Eins og sjá má er ekki mikilli úrkomu spáð á landinu í ig-háupplausnarspá dönsku veðurstofunnar. Helst á venjulegum  úrkomustöðum þegar suðvestanátt ríkir - og allsamfellt úrkomusvæði er yfir Snæfellsnesi, Breiðafirði og hluta Vestfjarða - allt „eftir bókinni“. Háupplausnarlíkan Veðurstofunnar er nær alveg sammála, sömu svæði, en aðeins hærri tölur. 

Spá reiknimiðstöðvarinnar er hins vegar talsvert öðru vísi. 

w-blogg060425b

Hér er kominn 35 mm blettur rétt við efri byggðir Reykjavíkur og sömuleiðis einkennilegir blettir hlémegin hárra fjalla, 27 mm í Ísafjarðardjúpi þar sem engin úrkoma var á fyrra kortinu, og úrkomusvæðið á Snæfellsnesi er hér áberandi norðan fjallgarðsins, en ekki á honum eins og á fyrra korti. Sunnanverðir Vestfirðir aftur á móti svipaðir. 

Við vitum að sjálfsögðu að þessi líkön eru mjög ólík, landslag er útjafnaðra hjá evrópurreiknimiðstöðinni heldur en í hinum líkönunum og að auki verður úrkoma til á ólíkan hátt í líkangerðunum tveimur - lóðréttur vindhraði er reiknaður á mjög ólíkan hátt.

Hér er hvorki rúm né ræna til að ræða þær tæknilegu ástæður sem kunna að liggja að baki þessum ótrúlega mun - aðeins bent á hann. Lærdómurinn kannski sá að stundum sé þess þörf að vera ekki steinsofandi við lestur á veðurspám. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • w-blogg240425a
  • w-blogg230425a
  • w-blogg120425b
  • w-blogg120425a
  • w-blogg080425b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 28
  • Sl. sólarhring: 109
  • Sl. viku: 1318
  • Frá upphafi: 2462885

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 1165
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband