Öflug lægð

Nú stefnir nokkuð öflug lægð til landsins - eftir alllangan kafla þar sem vindur hefur lengst af verið hægur. Lægðin á að fara til norðurs fyrir vestan land á morgun (sunnudag) og þótt hún verði aðeins farin að linast áður en hingað kemur verðum við samt að gefa henni gaum - sérstaklega vegna þess að það er stórstreymt og vindur stendur á land þegar háflóð er á mánudagsmorgunn. Sjór er þó ekki jafn ókyrr fyrir eins og var fyrir um það bil mánuði síðan þegar áhrifin urðu í frekara lagi við vesturströnd Reykjaness og á innanverðum Faxaflóa. 

w-blogg300325a

Kortið sýnir stöðuna eins og evrópureiknimiðstöðin geri ráð fyrir að hún verði kl.9 í fyrramálið. Lægðin er þá enn um 1200 km suðvestur í hafi en er á mikilli ferð, líklega um 80 km/klst - eða meira. Litirnir sýna þrýstibrigði, breytingu sjávarmálsþrýstings á 3 klst. Loftvog hríðfellur á undan lægðinni, allt að 13 hPa, en rís hér enn hraðar 20 hPa á 3 klst. Það er orðið býsna mikið. Hér á lægðin að vera um það bil í hámarksafli. Síðan dregur heldur úr. Þó er gul viðvörun Veðurstofu í gildi, einkum vegna hríðar- eða krapabyls á fjallvegum - hugsanlega stutta stund líka í byggð.

Þegar lægðin fer hjá snýst í suðvestanátt og þótt lægðin - og þar með vindur - verði eitthvað farin að linast virðist hún hitta nokkuð „vel“ í morgunflóðið á mánudagsmorgunn.

Það er óþægilegt að fá lægðir sem þessa ofan í langvinna blíðu á Suðvesturlandi - útivistarfólk ætti að hafa það í huga. 

En eins og venjulega vísar ritstjóri hungurdiska alfarið á Veðurstofuna varðandi spár - hér er aðeins hugleiðingar að finna. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og tuttugu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • w-blogg300325a
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • Slide13
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • tx rvk 300708 arason i08m afrit

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 141
  • Sl. viku: 1597
  • Frá upphafi: 2457257

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 1448
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband