9.3.2025 | 17:18
Dægursveifla tekur við sér í mars
Í skammdeginu er dægursveifla hita og vindhraða lítil, sveiflur þeirra ráðast nær eingöngu af stöðu lægða og hæða. Sólarhringslágmarkshiti er alloft lægstur um miðjan dag og hámarkshiti verður að oft nóttu. Þegar kemur fram í febrúar fer þetta að breytast og í mars er að jafnaði orðið áberandi hlýrra á daginn heldur en á nóttunni - þótt enn geti að sjálfsögðu brugðið út af einstaka daga þegar veðrakerfi takast á. Að meiri festa komist í vindhraðann er ekki eins áberandi - en það er samt þannig að meðalvindhraði er ívið meiri yfir daginn í mars heldur en að nóttu.
Við lítum nú á dæmi um þetta. Viðfangsefnið hefur áður komið við sögu á hungurdiskum, en samt er ekki um algjöra endurtekningu að ræða.
Fyrsta myndin sýnir dægursveiflu hita (grár ferill) og vinds (rauður ferill) í mars í Reykjavík á árunum 1997 til 2024. Athugið að kvarðarnir eru (tölulega) ekki þeir sömu og sjálf talnagildin skipta litlu máli - það er sveifla þeirra yfir sólarhringinn sem við erum að kanna.
Lárétti kvarðinn sýnir klukkustundir sólarhringsins. Af gráa ferlinum merkjum við að kaldast er að jafnaði kl.7 að morgni, skömmu fyrir sólarupprás, en eftir það fer hiti hækkandi og nær hámarki um kl.15. Meðaldægursveifla hitans er 2,5 stig. Það er auðvitað sólarylurinn sem sér um að knýja sveifluna. Sólin vermir yfirborð jarðar sem aftur vermir loftið ofan við - eftir kl.15 fer útgeislun aftur að hafa vinninginn. Við megum athuga að útgeislun jarðaryfirborðs er því meira eftir því sem það er hlýrra. Varmatapið er því meira þegar yfirborðið er hlýjast heldur en þegar það er kaldast - en sólarylurinn hefur sum sé betur þar til kl.15 - þá er sól farin að lækka á lofti.
En vindhraðinn sveiflast líka (rauði ferillinn - hægri kvarði). Lögun hans er öðru vísi að því leyti að vindhraði er svipaður alla nóttina, allt frá því um kl.20/21 til 6/7, en minnkar ekki á þeim tíma sem hiti er þá að lækka. Hann vex hins vegar ákveðið frá morgni og rétt fram yfir hádegi (sól er hæst á lofti um kl.13:35). Talið er líklegast að það sé aukin blöndun lofts í neðstu lögum sem þessu veldur. Lóðrétt hreyfing verður meiri, loft sem er á mjög hægri hreyfingu í allra neðstu lögum (núningur er þar mjög mikill) lyftist vegna kviku (bólumyndunar) og kemst í snertingu við loft sem er á ívið meiri hreyfingu og blandast því. Úr þessu verður blanda þar sem skriðþungi að ofan hefur blandast nær jörðu - niður í þá 10 metra hæð sem vindhraðamælingar eru gerðar í. Núningurinn nær síðan aftur öllum tökum þegar sól lækkar á lofti.
Á næstu mynd berum við saman dægursveiflu hita á alskýjuðum og léttskýjuðum dögum í Reykjavík. Grái ferillinn á við skýjuðu dagana. Þá er almennt talsvert hlýrra heldur en þegar bjart er (suðlægar áttir ríkjandi í skýjuðu, en norðlægar í björtu). Dægursveiflan er nokkru minni en að meðaltali þegar skýjað er (samanber fyrri mynd). Sólarylurinn skiptir minna máli, en hans gætir þó. Erfitt er að finna hvenær sólarhringsins lágmarkið er. Til að finna það með réttu þyrftum við að jafna út þá hneigð að alskýjaður dagur í mars byrjar kaldari heldur en honum lýkur - væntanlega vegna þess að aðstreymi er af hlýju lofti - og þrátt fyrir allt hlýnar dálítið frá upphafi til enda marsmánaðar.
Í björtu veðri sést dægursveiflan miklu betur, hún er þá líka nærri tvöföld á við það sem hún er að meðaltali (sjá fyrri mynd). Kaldast er kl. 7/8 og hlýjast kl. 15/16. Það er líka aðeins kaldara í lok sólarhringsins heldur en í upphafi hans. Sólin nær ekki að halda í við kuldann.
Hér má sjá dægursveiflu vindhraðans í alskýjuðu og björtu veðri. Það að hvassara er í skýjuðu veðri hefur væntanlega ekkert með dægursveifluna að gera - lægðakerfi eru í óða önn að bera hlýtt og skýjað loft úr suðri til landsins. Dægursveifla vindsins í björtu veðri er hins vegar heldur meiri en að meðaltali, en útlit sveiflunnar er svipað.
Í fljótu bragði virðist þessi mynd ekki sýna neitt - en hún er samt mikilvæg. Hér höfum við reiknað meðalvigurvind hverrar klukkustundar, en vigurvindur á sér bæði stærð og stefnu. Hver vindmæling er þáttuð í austan- og norðanþætti og meðaltal hverrar klukkustundar í marsmánuði reiknað. Hér setjum við niðurstöðurnar í einskonar vindrós. Punktahneppið sem við sjáum sýnir að meðalvigurvindáttin í Reykjavík í mars er nokkuð föst í sömu stöðu allan sólarhringinn - rétt norðan við suðaustur - ekki fjarri útjöfnuðum landhalla á höfuðborgarsvæðinu. Að sumarlagi - tíma hafgolunnar - sveiflast vigurvindáttin umtalsvert. Þessi mynd sýnir okkur að þrátt fyrir sveiflu í vindstyrk hefur hafgolan ekki tekið við sér í marsmánuði. Það er bragðmunur á þessu tvennu, sá aukni skriðþungi lofts sem við upplifum sem hafgolu er ekki bara sóttur til loftstrauma rétt ofan við eins og í mars heldur verður til við flóknari hringrás. Við gætum kannski spurt athuganir hvenær hafgolan byrjar að vorlagi? Hún er komin á fullt skrið í maí.
Við höfum ekki minnst á eitt mikilvægt atriði til viðbótar, en það er það sem ritstjóri hungurdiska kýs að kalla festu hita og vinds. Vindfesta er hlutfall á milli vigurvindhraða og vindhraða. Festan er því meiri sem vindurinn er stöðugri á áttinni. Festuhlutfallið í meðaltölum þeim sem hér er fjallað um er mjög lítil, ekki nema um 0,2.
Á síðustu myndinni sjáum við að það sem sagt hefur verið hér að ofan á akki aðeins við um Reykjavík heldur einnig meðaltal allra veðurstöðva landsins. Blái ferillinn (vinstri kvarði) sýnir dægursveiflu hitans. Hún er nánast eins og í Reykjavík (þótt spönn og meðaltal sé annað). Sama á við um vindinn (rauður ferill, hægri kvarði).
Full ástæða er til að ætla að þessar sveiflumyndir væru þær sömu ef við ættum gögn frá landnámsöld - meðaltölin e.t.v. ekki nákvæmlega þau sömu, en allt annað á sínum stað.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 1
- Sl. sólarhring: 607
- Sl. viku: 1974
- Frá upphafi: 2451732
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1786
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning