Meðalhiti alþjóðavetrarins 2024-25 í byggðum landsins

Undanfarin ár hefur ritstjóri hungurdiska - fyrir forvitni sakir - reiknað meðalhita mánaðanna desember til febrúar. Þetta er sá tími sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin telur til vetrar á norðurhveli, styttri heldur en veturinn hér á landi þar sem mars er alltaf talinn með - enda er hann alloft kaldasti mánuður árs og vetrar hér á landi.

w-blogg030325ia 

Reiknaður er meðalhiti veðurstöðva í byggð aftur til 1874 - og árum aftur til 1823 bætt við (en landsmeðalhiti fyrstu áranna er mikilli óvissu undirorpinn). Meðalhiti í byggðum landsins síðustu 3 mánuði er -0,3 stig, um +0,1 stigi ofan við meðaltal síðustu tíu ára, en -0,1 stigi neðan meðaltals áranna 1991 til 2020, en hlýrri en undanfarnir þrír vetur.

Veruleg leitni reiknast yfir tímabilið, +1,4 stig á öld. Á 20. öld allri var meðalhiti alþjóðavetrarins 16 sinnum ofan við frostmark, en hefur 9 sinnum verið það nú þegar á þessari öld - þó veturnir séu aðeins orðnir 25. Slíkt væri mikil breyting frá fyrra ástandi. Á 19.öld þekkjum við ekki nema 3 vetur ofan frostmarks (gætu þó verið eitthvað fleiri - reiknióvissa er mikil) á 79 árum.

En sannleikurinn er þó sá að við vitum ekkert um framtíðina frekar en venjulega. Rætist spár um hnattræna hlýnun að fullu verða hlýju veturnir væntanlega enn fleiri en 36 á 21.öld - en einnig er vel hugsanlegt að við höfum þegar „tekið út“ meiri hlýnun en okkur „ber“ og talan orðið nær 30 - jafnvel lægri.

Reiknuð leitni á myndinni er ekki síst há fyrir þá sök að vetur kuldaskeiðs 19. aldar voru almennt töluvert kaldari heldur en kaldir vetur kuldaskeiðs 20.aldar. Sömuleiðis hafa mjög kaldir vetur alls ekki látið sjá sig á nýrri öld.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fimmtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-blogg030325ia
  • w-blogg030325b
  • w-blogg030325a
  • w-1975-07-04-500
  • w-1975-04-29-500

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.3.): 12
  • Sl. sólarhring: 788
  • Sl. viku: 1545
  • Frá upphafi: 2449770

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 1370
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband