Smávegis af febrúar

Febrúar var hlýr hér á landi, nokkuð vantaði þó upp á methlýindi. Mikil umskipti frá fyrra mánuði. Taflan sýnir hvernig hiti á spásvæðunum raðast. Taflan nær til 25 ára. 

w-blogg030325a

Að tiltölu var hlýjast við Faxaflóa þar sem þetta var næsthlýjasti febrúar á öldinni. Hlýrra var 2013. Á öðrum spásvæðum er algengast að hitinn raðist í 3. til 4. hlýjasta sæti aldarinnar. Að tiltölu var kaldast á Ströndum og Norðurlandi vestra þar sem hiti raðast í 6. hlýjasta sæti aldarinnar, og í 5. sæti á Austurlandi að Glettingi. 

w-blogg030325b

Kort evrópureiknimiðstöðvarinnar sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins (heildregnar línur), meðalþykkt (daufar strikalínur) og þykktarvik (litir). Hér á landi var þykktin 50 til 70 metrum yfir meðallagi, hiti var 2,5 til 3,5 stig ofan meðallags í neðri hluta veðrahvolfs. 

Vestanáttin í háloftunum var nokkuð undir meðallagi, en sunnanáttin vel yfir meðallagi - eins og kortið sýnir. Sunnanáttin hefur þó þrisvar á þessari öld verið ámóta mikil í febrúar, það var 2023, 2018 og 2003. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8
  • Slide7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 60
  • Sl. sólarhring: 185
  • Sl. viku: 1696
  • Frá upphafi: 2465634

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 1519
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband