Snöggar hitasveiflur

Í pistlasafni hungurdiska er nokkrum sinnum minnst á stórar og skyndilegar hitasveiflur á veđurstöđvum. Reyndar hefur ritstjórinn reglulega auga međ slíkum tilvikum en er ţó ekki nćgilega vel vakandi eđa ţrekmikill til ađ komast fyrir allar villur í athugunum (langt í frá). Á dögunum rifjađist upp gamall fyrirlestur ritstjórans um ţetta efni, líklega fyrir um 12-14 árum ađ ţví er hann taldi. Árin síđan fyrirlesturinn var fluttur reyndust hins vegar vera tuttugu ţegar ađ var gáđ. Kannski kominn tími til ađ endurnýja talnaefni fyrirlestursins. 

Ţađ hefur nú veriđ gert, í stađ 8 athugunarára eru ţau orđin 28. Helstu niđurstöđur eru ţó furđu lítiđ breyttar - nema hvađ upplýsingar liggja nú fyrir um hegđun hitafars á miklu fleiri veđurstöđvum heldur en var áriđ 2005. 

Fyrst ţurfti ađ meta hvađ vćri snögg hitasveifla. Lagt var í ađ reikna mun á hámarks- og lágmarkshitamćlingum allra klukkustunda á öllum veđurstöđvum í 28 ár. Muninum var síđan breytt í heilar tölur. Vćri munurinn minni en 4 stig var honum sleppt í frekari međferđ, en síđan taliđ hversu oft munurinn félli á hvert stig. Auđvitađ fćkkar tilvikum mjög eftir ţví sem munurinn er meiri.

w-blogg220225a

Fyrsta myndin reynir ađ sýna ţetta. Lárétti kvarđinn sýnir mun á hámarks- og lágmarkshita innan sömu klukkustundar á sömu stöđ. Viđ sjáum ađ á árunum öllum hefur hann veriđ 4,0 til 4,9 stig í 176.893 tilvikum (af um 32 milljón athugunum). Síđan fćkkar ţessum tilvikum eftir ţví sem munurinn er meiri. Nú verđur ađ taka eftir ţví ađ lóđrétti kvarđinn er svonefndur lograkvarđi, upp á viđ er hvert merki tíu sinnum stćrri tala heldur en ţađ nćsta fyrir neđan. Međ ţví ađ nota kvarđa af ţessu tagi sjáum viđ vel ađ fćkkunin er býsna regluleg, á hvert hitabil fellur um ţriđjungur ţess fjölda sem féll á nćsta bil fyrir neđan. Međalhlutfallsfalliđ er um 2,8 fyrir hvert bil. Myndu nú platónistar taka viđ sér og jafnvel halda ţví fram ađ svona eigi ţetta ađ vera, fćkkunin eigi ađ vera nákvćmlega talan „e“ - (grunntala náttúrulega lógaritmans). Ekki veit ritstjórinn ţađ - en vill samt taka fram ađ hann er mjög eindreginn andstćđingur platónismans. 

Brúnleitu súlurnar sýna ţađ sama, nema fyrir vegagerđarstöđvar. Athuganir eru ţar um helmingi fćrri, en hin reglubundna fćkkun milli hitabila er sú sama. Hér verđur líka ađ taka fram ađ eiginlegar hámarksmćlingar eru ekki gerđar á vegagerđarstöđvunum. Á hefđbundnum stöđvum er hámarkshiti klukkustundar hćsta 2-mínútna međaltal innan klukkustundarinnar, 30 gildi til ađ velja úr. Á vegagerđarstöđvunum er hámarkshiti ekki mćldur, hiti er mćldur á 10-mínútna fresti, og hámarkshiti klukkustundarinnar er sá hćsti međal ţeirra 6 mćlinga sem gerđar eru á klukkustund. Vegagerđarstöđvarnar missa ţannig ítrekađ af hćstu gildum. Sama á viđ um lágmarksmćlingarnar. Hlutur stórra hitabreytinga innan klukkustundar er ţví óhjákvćmilega minni heldur en á hinum almennu stöđum - ţađ munar meiru í tíđni stóratburđa en sem nemur fjölda klukkustundarathugana.

Nú er ţađ óhjákvćmilegt ađ talsvert af villum er ađ finna í ţessum gögnum - ţrátt fyrir allgott eftirlit. Sé gert ráđ fyrir ţví ađ tilviljanakenndar villur séu ámóta algengar á öllum hitabilum er líklegt ađ hlutfallslegt vćgi ţeirra aukist eftir ţví sem munurinn er meiri á skráđum hámarks- og lágmarkshita. Tölulegar vísbendingar hníga í ţá átt ađ svo sé. Í ţeirri lauslegu athugun sem hér er gerđ voru villur ađeins hreinsađar úr hćstu flokkunum - niđur í um ţađ bil 14 stig. Ćskilegt vćri ađ fara neđar. Sömuleiđis kom í ljós ađ einstakar stöđvar eru einfaldlega til vandrćđa - ţeim er ekki ađ treysta. Voru ţćr ekki teknar međ. 

Í ţví sem hér fer á eftir er einungis fjallađ um tilvik ţar sem munur á hámarki og lágmarki innan sömu klukkustundar á sömu stöđ er meiri en 6 stig. Mat ritstjórinn ţađ svo ađ ţá vćri fjöldi tilvika enn nćgilega mikill til ađ eitthvađ vit vćri í hugsanlegum árstíđa- og dćgursveiflum.

w-blogg220225b

Myndin sýnir greinilega árstíđasveiflu snöggra hitabreytinga. Ţćr eru langalgengastar í desember og janúar, en fćkkar jafnt og ţétt í febrúar til maí. Lágmarkstíđni er í ágúst og tíđnin tekur sig ekki vel upp fyrr en í nóvember. Sveiflan á vegagerđarstöđvunum (rauđur ferill) er svipuđ - en tíđnin mun minni. 

Í hćgviđri á vetrum getur mjög kalt loft legiđ langtímum saman neđan grunnstćđra hitahvarfa. Strax og sól fer ađ hćkka á lofti eiga slík hitahvörf erfiđara uppdráttar, mun ţetta vera meginástćđa árstíđasveiflunnar. Hin stóra sveifla verđur ţegar kalda loftiđ sviptist burt, oftast í vaxandi vindi. Ţegar nánar er ađ gáđ geta ađstćđur ţó veriđ býsna fjölbreyttar. 

Á sumrin verđa stórar hitasveiflur oftast í átökum sjávar- og landlofts, ekki endilega á sömu veđurstöđvum og vetrarsveiflurnar eru sem stćrstar. 

w-blogg220225c

Hér má sjá dćgursveiflu snöggra hitasveiflna. Tíđnin er áberandi mest ađ morgni dags og rétt fram yfir hádegi, en annars svipuđ á öđrum tímum sólarhringsins. Nćsta mynd sýnir ţetta e.t.v. betur.

w-blogg220225d

Hér er reynt ađ setja bćđi árstíđa- og dćgursveiflu á sömu mynd. Rauđu litirnir sýna mesta tíđni snöggra sveiflna, en ţeir dökkgrćnu minnsta. Ekki er mikill munur á tíđninni eftir tíma sólarhrings nema fyrri hluta árs, frá febrúar frem í júní (og jafnvel í júlí). Ţá er áberandi hámark síđla morguns og undir hádegi. Hámarkiđ á ţeim tíma á fyrri mynd er ţví orđiđ til á ţessum ákveđna árstíma, en gćtir ekki á haustin. Tilhneiging er til ţess ađ tíđnihámarki ţessu seinki ţegar kemur fram á voriđ, ţađ er um klukkan tíu í febrúar, um 12 í apríl og um kl.14 í júní. Ţessu rćđur sólin sjálfsagt - fyrst ein og óstudd, en síđan međ ađstođ hitamunar lands og sjávar. 

Tíđnihámarkiđ einkennilega fyrr á morgnanna sem virđist liggja frá kl.6 í júní, um kl.8 í ágúst og 9 til 10 í september gćti veriđ raunverulegt, en kannski eru villur í gögnum ađ stríđa okkur. Ţarfnast nánari athugunar viđ. 

Ađ lokum er eđlilegt ađ spyrja hvađa stöđvar ţađ séu sem skila flestum snöggum hitasveiflum. Ţćr tíu gćfustu má sjá í töflunni hér ađ neđan. Hlutfallstalan er ţúsundustuhlutar (prómill).

w-blogg220225e

Sumar af ţessum stöđvum hafa legiđ undir grun um ákveđna óţekkt, en ekkert slíkt hefur sannast. Viđ látum slíkt liggja milli hluta - kannski er ţetta allt eđlilegt.

Tvćr mestu skyndisveiflurnar sem ritstjórinn fćst til ađ viđurkenna eru ţessar:

Í Möđrudal 9. nóvember 2005, 15,9 stig og á Sauđárkróksflugvelli 23. desember 2023 15,8 stig. 

Vonandi mun einhvern tíma verđa gerđ vísindaleg úttekt á ţessu atriđi, ţađ sem hér fór ađ ofan er ţađ ekki. Látum ţetta duga.  


« Síđasta fćrsla

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af fimm og fimmtán?
Nota HTML-ham

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Feb. 2025
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • w-blogg220225e
  • w-blogg220225d
  • w-blogg220225c
  • w-blogg220225b
  • w-blogg220225a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.2.): 18
  • Sl. sólarhring: 328
  • Sl. viku: 1705
  • Frá upphafi: 2447373

Annađ

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 1547
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband