Töluverð breyting

Nú virðist verða töluverð breyting á veðurlagi. Fleygur af köldu lofti ryðst frá Kanada út yfir Atlantshaf eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

w-blogg110225a

Kortið sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl.18 á morgun (þriðjudag 11.febrúar). Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, en þykktin er sýnd í lit. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Hún er lítil þar sem kalt er (bláir litir). Við sjáum fleyg af köldu lofti stefna til austurs langt fyrir sunnan land. Lág veðrahvörf fylgja kalda loftinu og þegar það ryðst til austurs snýst vindur í háloftum til austurs fyrir norðan kalda fleyginn og ber um hríð hlýrra loft til landsins. Loftið sem umlykur landið er þó ekki afbrigðilega hlýtt, þykktin yfir landinu miðju um 5330 metrar. Það er þó um 90 metrum hlýrra en að meðaltali (um 4 stig). 

Rifjar upp gamla mynd úr lagerhillu ritstjóra hungurdiska.

w-blogg110225b

Kortið sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins í febrúar 1991 til 2020 og meðalþykkt. Suðvestanáttin eilífa ríkir að meðaltali í miðju veðrahvolfi, örlítið suðlægari reyndar í febrúar en öðrum mánuðum - það eru áhrif frá meginlandinu Ameríku - þar liggur kalt loft (og lág veðrahvörf) sunnar en í öðrum mánuðum. Bláu örvarnar sýna hvað gerist þegar fleygar af köldu lofti ryðjast inn á svæðið. Þeir sem koma úr vestri hafa tilhneigingu til að snúa vindi til austlægari áttar í háloftum hér á landi (mismikið auðvitað eftir styrk), en þeir sem koma úr norðri bæta í vestanáttina í háloftunum. Takið eftir því að sá snúningur sem fleygarnir valda er í báðum tilvikum hægrihandargrip - þumall út úr myndinni fylgi aðrir fingur örvarstefnunni. 

Þetta gefur kannski tilefni til að rifja upp setningu úr gömlum pistli hungurdiska (29. júní 2011) - þar sem ritstjórinn segir í lokin: Ég er að hugsa um að endurtaka þetta síðar eða bæta í, nóg er efnið. 

Hér að neðan verður það endurtekið - en ekki fyrr en á morgun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • w-blogg300325a
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • Slide13
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • tx rvk 300708 arason i08m afrit

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 152
  • Sl. viku: 1583
  • Frá upphafi: 2457243

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1436
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband