Eldingaábendi

Þrumuveðrið sem gekk yfir vestan- og sunnanvert landið í gær (miðvikudag 5.febrúar) fór ekki framhjá ritstjóra hungurdiska, hann minnist þess varla að hafa að vetrarlagi séð svo marga eldingarglampa á stuttum tíma. En hafa verður í huga að hann svaf af sér hið mikla eldingaveður sem gekk yfir snemma morguns þann 15.febrúar 1959 - óskiljanlegt - því aðrir íbúar hússins vöknuðu - og eldingu sló niður í Borgarneskirkju sem þá var í byggingu og olli nokkru tjóni. Kannski var þetta atvik eitt þeirra helstu sem kveiktu áhuga verðandi veðurnörds?

Það sem kom e.t.v. enn meira á óvart að þessu sinni var að eldingaveðri þessu var reyndar spáð með meir en tveggja sólarhringa fyrirvara. Spáð já, en sú spá þurfti samt ákveðna túlkun því spár af þessu tagi eru svo nýtilkomnar í því veðurlagi sem hér ríkir að ef vel á að vera þarf reynslu til að spárnar verði nýtingarhæfar. Þá reynslu hefur ritstjórinn ekki. Það kemur í hlut annarra að gera grein fyrir þessu ákveðna eldingaveðri og þeim spám sem hefði mátt nota til að segja fyrir um það. 

En nú ber svo við að eldingaábendi þetta er einnig að gera ráð fyrir allmiklum líkum á eldingum  um landið vestanvert í kringum hádegi á morgun (föstudaginn 7.febrúar) og enn og aftur síðla nætur aðfaranótt laugardags. Ekki treystir ritstjóri hungurdiska sér þó til þess að taka mark á þessu - né hafna möguleikanum. Hann hefur einfaldlega ekki þá reynslu sem til þarf, en vonandi er að einhverjir „unglingar“ grípi boltann. 

Ritstjórinn mun hins vegar á næstunni klóra sér eitthvað í höfðinu yfir ástæðum þrumuveðursins í gær. Eins og eitt uppáhaldsorðtak hans segir: „Það er mjög auðvelt að finna skýringar, en mjög erfitt að finna réttar skýringar“. Það er auðvelt að finna eyju á Breiðafirði, en rétt eyja - það er allt annað mál - og krefst þekkingar. 

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Sæll vertu. 
Er þetta með þrumuveðrið semsagt miklu flóknara en ... heitt/ hlýrra og svalara loft að takast á / mætast. ? 

kv Valdimar

P.Valdimar Guðjónsson, 7.2.2025 kl. 00:52

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Já, töluvert flóknara - . 

Trausti Jónsson, 7.2.2025 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og fimmtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • austurland franskt 1833 dk001474 klippa-stodvarfjordur
  • w-blogg030225b
  • w-blogg030225c
  • w-blogg030225a
  • w-blogg010225b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.2.): 44
  • Sl. sólarhring: 379
  • Sl. viku: 3053
  • Frá upphafi: 2441069

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 2677
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband