Smávegis af janúar

Janúar var kaldur - miðað við það sem verið hefur á þessari öld. Taflan sýnir hvernig hiti á spásvæðum raðast - röðin nær til 25 ára. 

w-blogg030225c

Þetta reyndist kaldasti janúarmánuður það sem af er öldinni á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum. Að tiltölu var mildast á Miðhálendinu og við Breiðafjörð. Þar raðast hitinn í 19. hlýjasta sætið. Á landsvísu eru þrír janúarmánuðir síðustu 25 ára lítillega kaldari heldur en sá nýliðni. Næstu 25 árin á undan voru 13 janúarmánuðir kaldari heldur en sá nýliðni. 

Það er svipað og að undanförnu að hlýtt er við mestallt norðanvert Atlantshaf, sérstaklega vestan við okkur.

w-blogg030225b

Kortið hér að ofan sýnir þetta vel. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, jafnþykktarlínur eru strikaðar (daufar), en þykktarvik eru sýnd í lit. Hér er miðað við tímabilið 1981 til 2010, sem var nokkru kaldara heldur en það sem af er öldinni. Meðalhiti á landinu í nýliðnum janúar var -0,6 stigum neðan þessa meðaltals (1981-2010), nokkru neðar heldur en vikin voru í neðri hluta veðrahvolfs (+0,5°C). Þetta er í takt við stöðuna að undanförnu, neikvæðu vikin hafa einkum gert sig gildandi í allra neðstu 1500 metrum lofthjúpsins. 

Vestanáttin í háloftunum var lítillega undir meðallagi, en sunnanáttin í slakasta þriðjungi dreifingarinnar - undir meðallagi sum sé. Skýrir það væntanlega hin neikvæðu hitavik. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-blogg090325e
  • w-blogg090325d
  • w-blogg090325c
  • w-blogg090325b
  • w-blogg090325a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.3.): 613
  • Sl. sólarhring: 657
  • Sl. viku: 2764
  • Frá upphafi: 2451719

Annað

  • Innlit í dag: 582
  • Innlit sl. viku: 2497
  • Gestir í dag: 548
  • IP-tölur í dag: 537

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband