Hitamet fellur

Hiti fór í 11,7 stig í Stykkishólmi seint í fyrrinótt (1.febrúar). Hámarkshitamælingar eru til í Stykkishólmi í gagnagrunni Veðurstofunnar aftur til 1854. Þetta er hæsta hámark sem mælst hefur þar í febrúar allan þennan tíma (172 ár). Næsthæsta hámarkið er frá því í febrúar 1942, 11,0 stig.

Í Reykjavík fór hið opinbera hámark í 9,7 stig. Það er reyndar dægurhámark - hæsti hiti sem mælst hefur 1.febrúar. Mánaðarmetið er hins vegar 10,2 stig, sem mældust þann 25. árið 2013, og tvisvar hafa mælst 10,1 stig, 8. febrúar 1936 og 16. febrúar 1942 (í sama veðri og gamla Stykkishólmsmetið). Nú gerðist það hins vegar að hiti fór í 10,3 stig á Reykjavíkurflugvelli, en þar var hin opinbera stöð einmitt staðsett á árunum 1950 til 1973. Það telst samt ekki methiti í Reykjavík - miðað við núverandi metaafgreiðsluhætti. Eiga slík formsatriði að ráða úrslitum í svona keppni? 

En höfum í huga að metametingur af þessu tagi (stök met á einstökum stöðvum) telst frekar vera skemmtiefni heldur en alvara. Alvaran fellst hins vegar í stórfelldum breytingum á meðalhita - eða ítrekuðu metafalli á stórum svæðum.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fimm?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010225b
  • w-blogg010225a
  • w-blogg290125d
  • w-blogg290125c
  • w-blogg290125b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 475
  • Sl. sólarhring: 661
  • Sl. viku: 2377
  • Frá upphafi: 2439188

Annað

  • Innlit í dag: 430
  • Innlit sl. viku: 2175
  • Gestir í dag: 409
  • IP-tölur í dag: 404

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband