31.1.2025 | 21:47
Enn af línuritum - snjókoma
Reynt er að halda utan um það hversu oft snjókomu er getið í veðurathugunum. Úr slíku verða auðvitað til tímaraðir. Gallinn er hins vegar sá að í gegnum tíðina hafa reglur um það hvað telst með í slíkum talningum ekki verið alveg þær sömu - en samt kannski í aðalatriðum. Fleira þarf að hafa í huga. Veðurathugunarmenn eru misnæmir gagnvart snjókomu, hvort færa eigi hana til bókar eða ekki, á fjölmörgum stöðvum er t.d. ekki athugað að nóttu - tekur því að telja fáein korn - eða ekki?
Það sem hér fer á eftir er meira sett fram til gamans heldur en sem hörð vísindi. Vinsamlega hafið það í huga.
Við byrjum á því að taka saman árlegan fjölda snjókomudaga í Stykkishólmi, allt aftur til 1846. Eins og fram kom að ofan er ekki alveg víst að röðin sé gallalaus (hún er það örugglega ekki). Við sjáum í stórum dráttum það sem við kannski búumst við að sjá. Snjókomudagar virðast hafa verið fleiri á 19. öld heldur en þeirri 20 og að snjókomudagar hafi verið fleiri á kuldaskeiði 20. aldar heldur en á hlýskeiðinu fræga. Sé rýnt í smáatriði fer kannski að verða meiri vafi, snjókomutíðnin óx t.d. ekki að ráði fyrr en eftir 1980 og hefur á nýjasta hlýskeiðinu ekki fallið niður í sömu gildi og á fyrra hlýskeiði. Lágmark er einnig í snjókomutíðninni á milli 1870 og 1880. Það er nokkurn veginn í samræmi við almannaróm, 8. áratugur 19. aldar fær almennt betri eftirmæli heldur en þeir 7. og 9.
Rauða línan á myndinni sýnir 10-árakeðjur, við notum hana aftur á þarnæstu mynd.
Í Reykjavík komumst við ekki lengra aftur en til 1921. Það ár var snjókoma mjög tíð og snjóathuganir sýna einnig töluverðan snjó. Ekki er mikið um þetta ár talað í þessu sambandi. Líklega er það vegna þess að snjómagnið bliknaði mjög í samanburði við veturinn á undan, 1920, en í mínu ungdæmi minntust eldri menn og konur þess vetrar sérstaklega sem ódæma snjóavetrar. Rétt eins og í Stykkishólmi skera árin upp úr 1980 og aftur um 1990 sig mjög úr, en aukningin sem virðist hafa fylgt kuldaskeiðinu kom fyrr fram heldur en í Stykkishólmi. Fækkun snjókomudaga varð líka meira afgerandi og hefur snjókomutíðnin haldist svipuð nú í 30 ár og var á fyrra hlýskeiði. Tíðnin náði algjöru lágmerki 2010 - en það ár var einnig mjög rýrt í Hólminum.
Hér leyfum við okkur að setja 10-árakeðjur þriggja stöðva saman á mynd, Akureyri bætist við. Þrátt fyrir nokkurn mun á stöðvunum eru höfuðdrættir þeir sömu. Snjókomutíðni tók að vísu við sér á Akureyri strax í upphafi kuldaskeiðsins - en lét lengur bíða eftir sér á hinum stöðvunum tveimur, sérstaklega í Stykkishólmi. En höfum enn í huga að þessi smáatriði kunna að tengjast athugunum á stöðvunum.
Síðasta myndin sýnir allt annað. Hér er talið hversu marga daga á sumri (júní til ágúst) snjóar á Grímsstöðum á Fjöllum á árunum 1920 til 2024. Hretið mikla í júní á síðastliðnu ári kemur vel fram sem mikill toppur. Algengust var snjókoma sumarið 1964, hlutur ágústmánaðar drjúgur, einnig eru miklir toppar 1952 og 1968, tengdir júníhretum þau ár. Hin afbrigðilega svölu sumur 1921 til 1923 koma einnig vel fram, þrjú í röð. Séu ár tekin saman verður tíminn upp úr 1990 einna feitastur, snjókomudagafjöldi var yfir meðallagi 8 sumur í röð. Sumur alveg án snjókomudags eru ekki mjög mörg, fleiri þó síðustu 15 árin heldur en áður hefur verið.
Meltum nú þetta með okkur.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 18
- Sl. sólarhring: 528
- Sl. viku: 1510
- Frá upphafi: 2438034
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 1387
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning