17.1.2025 | 21:18
Busl og skvamp
Hinir stóru kuldapollar norðurhvels hafa ekki mjög angrað okkur það sem af er vetri. Nokkur gangur var þó á dögunum í Síberíu-Blesa sem sendi sérlega kalt loft suður um Mansúríu, Kóreu og olli því gríðarlegri snjókomu norðanvert í Janpan. Nú er allt í einu hreyfing á Stóra-Bola (sem við höfum kallað svo). Hann hefur verið til þess að gera rólegur í Norður-Íshafi, en heldur nú suður í átt að Hudsonflóa austanverðum og sendir þar með gríðarkalda slummu langt suður í Bandaríkin og er spáð sérlega köldu veðri í námunda við vötnin miklu. Þegar suður til Bandaríkjanna er komið lendir öllu saman við heimskautaröstina sem skerpist og hrekkur til og liggur við að sjá megi bæði busl og skvamp næstu daga austur um allt Atlantshaf af þessum sökum.
Kortið er hefðbundið, heildregnar línur sýna hæð 500 hPa-flatarins og má af þeim ráða vindstefnu og styrk í miðju veðrahvolfi. Miðja Stóra-Bola er þarna yfir norðanverðum Labradorskaga og fyrir vestan hana er kalda loftið á leið suður og síðar austur. Þessi framsókn sveigir síðan allar jafnhæðarlínur langt austur á bóginn næstu daga - eins og þegar belti eða svipu er sveiflað - og eitthvað af kalda loftinu ryðst austur á Atlantshaf nokkuð sunnan Grænlands. Þykktina má sjá í lit, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Mjög hlýtt hefur verið undanfarna daga á norðanverðum Bretlandseyjum og í sunnanverðri Skandinavíu, enda er þykktin þar í íslenskum sumarhæðum og rúmlega það. Mjög leiðinlegur kuldapollur er hins vegar yfir Miðjarðarhafi vestanverðu og hlýtur að valda miklu úrhelli þar um slóðir. Hér við Íslend er lægðarbylgja rétt sunnan við land - en atburðir í vestri sparka henni austur á bóginn þannig að hún verður alveg úr sögunni á þriðjudag.
Ekkert samkomulag er síðan um framhaldið í næstu viku. Spár reiknimiðstöðvarinnar eru alveg sitt á hvað frá einni spárunu til annarrar. Ýmist er þar ekki mjög mikið um að vera - rétt eins og skvampbylgjurnar leggist öfugar ofan á hver aðra og eyðist - eða þá að þær magna hver aðra upp (já, þær eru margar). Mjög erfitt virðist vera að reikna út stærð hverrar bylgju og þar með hraða. Spáin sem gerð var á hádegi gerir ráð fyrir 940 hPa lægð vestan við Skotland eftir viku, en spáin frá miðnætti sýnir ekkert slíkt. Amerísku spárnar eru ámóta fjörugar - ýmist svosem ekki neitt - eða allt í botni. En í veðrinu gerast svona hlutir ekki á jarðfræðilegum tímakvarða þannig að staðan skýrist ekki seinna en á gildistíma spánna - og trúlega áður.
Best fyrir okkur væri auðvitað að buslið skilaði okkur hóflega hlýju lofti með hægum vindum og góðviðri í eina til tvær vikur - en ætli sé ekki þar með verið að fara fram á allt of mikið.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 24
- Sl. sólarhring: 467
- Sl. viku: 2492
- Frá upphafi: 2433469
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 2140
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning