16.1.2025 | 22:47
Af úrkomubreytileika síðustu 24 árin
Áframhald á línuritafylleríinu, þó þannig að við lítum nú aðeins til úrkomumælinga á þessari öld. Meginástæða þess að við bíðum með að horfa til lengri tíma er sú að mönnuðum úrkomumælingum hefur mjög fækkað og allar heildartölur því orðið óáreiðanlegri. Vonandi kemur að því að hægt verður að sameina gögn frá fjölmörgum sjálfvirkum stöðvum þessum mönnuðu mælingum þannig að betri samanburður fortíðar og nútíðar náist.
Hér er því áhersla frekar lögð á breytieika frá ári til árs nú upp á síðkastið - og þá í formi einfaldra línurita. Fyrsta ritið er e.t.v. vafasamast.
Það sýnir meðalúrkomu á landinu frá árinu 2001 til 2024. Við höfum hugtakið í gæsalöppum því hér er örugglega ekki um meðalúrkomu landsins að ræða í hinum venjulega skilningi. Súlurnar sýna 12-mánaðakeðjur þannig að breytileiki milli ára komi sem best fram. Það gæti sýnst sem úrkoman fari minnkandi - en við tökum ekkert mark á slíku. Í fyrsta lagi er tímabilið mjög stutt og í öðru lagi gæti verið að stöðvum þar sem úrkoma er að jafnaði mikil hafi fækkað meira en stöðvum þar sem hún er lítil.
Við sjáum þó að um greinilega toppa og dali er að ræða. Topparnir eru þar sem úrkoma hefur verið mikil, en dalirnir þar sem þurrt hefur verið í veðri. Mest áberandi er þurrkurinn mikli á árinu 2010, og svo hefur aftur verið mjög þurrt nú í ein tvö ár - sé eitthvað að marka gögnin. Þetta er reyndar í takt við tilfinningu ritstjórans og líklega líka lóna Landsvirkjunar.
Næsta mynd sýnir nærri því það sama, en hér er þó hugsanlegur ójöfnuður vegna fækkunar stöðva þurrkaður út (að mestu). Reiknað er hlutfall úrkomu hvers mánaðar á veðurstöð af ársúrkomu á tímabilinu 1971 til 2000. Þetta tímabil var valið vegna þess að þá voru stöðvar sem flestar og auðveldast að skálda í stakar eyður í gögnum. Leitnin sem var áberandi á fyrri mynd er nú vægari. Talan 100 segir að úrkoma sé í meðallagi. Það hefur sýnt sig á einstökum veðurstöðvum að þurrkur er orðinn alvarlegur á einhvern hátt þegar ársúrkoman er ekki nema 75 prósent af meðalúrkomu. Þetta á enn frekar við landið í heild og lægstu 12-mánaða tölurnar fara niður undir 80 prósent, janúar til desember 2010 niður í 80 prósent, og tímabilið júlí 2023 til júní 2024 niður í 83 prósent. Þetta styður hugmyndir um þurrk, jafnvel þótt gögnin mættu vera betri.
Síðasta myndin er aðeins öðru vísi. Við teljum þá daga sem úrkoma er 0,5 mm eða meiri á öllum úrkomumælistöðvum og reiknum hlutfall þeirrar tölu af heildarfjölda stöðva. Þessi kvarði versnar auðvitað líka fækki stöðvum mjög, en þó eru þær enn það margar á landinu í heild að truflun ætti ekki að vera veruleg (en auðvitað hugsanleg). Við sjáum að venjulega mælist úrkoma 0,5 mm eða meiri á nærri helmingi veðurstöðva sama daginn (úrkomur eru þrálátar á Íslandi). Við sjáum líka að þótt hlutfallsleg hæð toppanna á þessari mynd sé ekki alveg sú sama og á fyrri myndum eru þeir samt hinir sömu. Það sama má segja um dalina. Þurrkarnir á síðastliðnu ári, árið 2010 og árið 2010 skera sig úr sem fyrr.
Vonandi getum við síðar litið á lengra tímabil - og hugsanlega einstaka landshluta, en við hinkrum að minnsta kosti þar til yfirlit Veðurstofunnar verður birt, þá verður ritstjórinn aðeins rólegri gagnvart gögnunum og getur hreinsað upp eigin subbuskap.
En þetta setur stöðuna nú samt í eitthvað samhengi (þótt óöruggt sé).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.1.): 41
- Sl. sólarhring: 571
- Sl. viku: 2310
- Frá upphafi: 2433035
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 1953
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning