13.1.2025 | 21:46
Fleiri hitatengd línurit - hitamunur milli landshluta og þessháttar
Við lítum enn á nokkur línurit af lager ritstjóra hungurdiska, í dag er aðaláherslan á breytileika hitamunar milli landshluta (hver hefur svosem áhuga á slíku?).
Fyrst verður fyrir munur á ársmeðalhita í Reykjavík og á Akureyri. Við getum með góðri samvisku farið aftur til ársins 1882 (og sömuleiðis eru fáein ár um 1850 þar sem athugað var á báðum stöðum samtímis). Á árunum 1991 til 2020 var meðalmunurinn 0,9 stig sem er ívið minna heldur en áður. Við sjáum að á hafísárunum frá 1965 og þar á eftir rauk munurinn upp og varð nærri því 2 stig árið 1968. Þetta var alveg raunverulegt ástand sem varði öll hafísárin 1965 til 1971, en síðan sló af. Það er ákveðið skemmtiatriði að bandaríska veðurstofan trúir ekki svona nokkru - að hitamunur geti ár eftir ár verið meiri en venjulega á milli stöðva þar sem stutt er á milli (á heimskvarða). Viðbragðið varð því að lækka hitann í Reykjavík sem þessari óþekkt nam. Ekki veit ritstjórinn hvort þetta hefur verið leiðrétt til baka eða ekki. Það hefur einu sinni gerst á þessum 140 árum rúmum að ársmeðalhiti á Akureyri var hærri heldur en í Reykjavík. Það var 1984, en þá var rigningasumar á Suðurlandi, en í hlýrra lagi norðaustanlands. Svipað var 1976 og sumarið 1933 er frægt hlýindasumar í Eyjafirði og víðar norðanlands. Við sjáum þetta viðbragð ekki sumarið hlýja 2021 - þótt hlýindin væru langmest á Norður- og Austurlandi var ekki kalt suðvestanlands. Á eldri tíð má benda á árið 1848, en febrúar það ár var fádæma kaldur á landinu (út úr takti við annað þau árin). Reykjavík var betur varin fyrir kuldanum þeim, en hans gætti t.d. mjög í Stykkishólmi rétt eins og á Akureyri. Árið 1892 var mikið kuldaár, en heldur mildara var suðvestanlands heldur en annars staðar.
Þessi mynd hefur sést á hungurdiskum áður - en er uppfærð hér. Hún sýnir mismun á ársmeðalhita í Grímsey og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Hér má sjá ákveðið þrep um 1920 og síðan aftur þrep til aukins munar á hafísárunum. Hefðu hafísárin ekki komið hefði verið tilhneiging til að telja hinn mikla mun eldri tíðar vera mælavandamál (svipað viðbragð og við lýstum áður hjá bandarísku veðurstofunni). Í því ljósi má segja að hin hreinu umskipti hafísáranna hafi verið mikil fengur, hinar eldri athuganir eru mun trúverðugri fyrir vikið. Meðalmunur á árunum 1991 til 2020 var 2,0 stig. Árið 1984 sker sig úr (eins og á fyrri mynd), en einnig syrpa áranna 2014 til 2018, munur á hita milli norður- og suðurstrandar landsins hefur aldrei verið jafnlítill mörg ár í röð. Árið 1902 var mesta hafísár 20. aldarinnar - þá komst ís meira að segja til Vestmannaeyja og hefur það aldrei borið við síðan. Árið 1968 komst ísröst vestur að ósum Kúðafljóts. Árið 1943 sker sig aðeins úr - þónokkur hafís var síðari styrjaldarárin úti af Norðurlandi, þótt ekki væri það í líkingu við það sem síðar varð. En ritstjóri hungurdiska hefur stundum kallað þessi ár litlu hafísárin. Þess má einnig geta að ís var nokkur 1998, og hefur ekki orðið jafnmikill síðar, nema kannski 2005 (en það ár sker sig ekki úr).
Hér má efnislega sjá það sama og á fyrri mynd, en við notum aðrar stöðvar og sýnum þar með að meginlínur eru ekki háðar hringli í mælingum einstakra stöðva. Reiknaður er munur á meðalhita Reykjavíkur og Stykkishólms annars vegar og Teigarhorns og Grímseyjar hins vegar. Reykjavík er langbest varin áhrifum hafíss. Hér er þrep um 1920 ekki alveg jafn áberandi og á fyrri mynd, en hafísárin skera sig enn úr. Ártölin fara að verða kunnugleg. Mun kaldara var fyrir norðan og austan 1882 og 1902. Árið 1920 var kalt, en um land allt. Umhleypingaár, kannski eitthvað skylt árinu 2018 sem einnig er sérmerkt á myndinni. Þarna er líka 1998 og síðan 1932 (ekki 1933). Hlýrra var þá um landið vestanvert heldur en eystra. Hafíss gætti raunar þá um vorið eftir alveg fádæma hlýjan febrúar - svipað og 1965, en síðara árið var hafísinn miklu meiri.
Hér höfum við til gamans reiknað mun á hita í Grímsey og á Grímsstöðum á Fjöllum. Ársmeðalhiti í Grímsey er að meðaltali (1991 til 2020) 2,1 stigi hærri heldur en á Grímsstöðum. Munurinn virðist hafa aukist, meira hefur hlýnað í Grímsey (hlýrri sjór) heldur en á Grímsstöðum. Við skulum þó ekki gera mikið úr einhverri leitni. Hér eru ártölin ekki þau sömu og áður, nema hafísárið mikla 1902. Þá hefur verið mjög kalt í Grímsey miðað við Grímsstaði. Ekki er alveg ljóst hvað ártölin 1945 og 1971 eru að segja okkur, en þau eru þó bæði í lok hafísatburða, hafísáranna og hafísáranna litlu sem áður voru nefnd. Árin 1966 og 1979 voru bæði heldur skárri í Grímsey heldur en á Grímsstöðum. Sjórinn hefur eitthvað mildað. Sömuleiðis urðu einhver umskipti 2008. Ekki er ritstjóranum ljóst hvað þar er á seyði. Það kemur kannski í ljós síðar.
Hér lítum við líka þversum yfir landið, frá Fagurhólsmýri í suðaustri og til Vestfjarða í norðvestri. Flutningar stöðvanna á Vestfjörðum kunna að vera vandamál hér og einnig er ákveðið þekkt vandamál í hitaröðinni á Fagurhólsmýri - en við látum sem ekkert sé. Meðalhitamunur á milli staðanna (1991 til 2020) er 1,6 stig. Þegar farið var í landshlutagreiningu á hlýnuninni miklu um síðustu aldamót kom í ljós að hún var meiri um landið vestanvert heldur en á Austurlandi. Ástæðuna mátti finna í fortíðinni. Kuldaskeiðið sem stóð linnulítið frá 1965 fram yfir 1995 skiptist í þrennt. Hafísárin sjö komu fyrst, síðan komu nokkur ívið mildari ár, þau voru mildari austanlands heldur en vestan og þegar kólnaði aftur kólnaði meira vestanlands heldur en eystra og varð sá hluti sá kaldasti af hlutunum þremur á Vesturlandi. Þriðji kaldi hlutinn (1989 til 1995) varð einnig kaldari vestanlands heldur en eystra. Hlýnunin - þegar hún svo kom - byrjaði í kaldari stöðu á Vesturlandi heldur en eystra - og sýndist því meiri (þótt hún væri ekki meiri væri miðað við kuldaskeiðið allt). Í nágrannalöndunum byrjaði hin mikla hlýnun meir en tíu árum áður en hennar gætti hér á landi - en Austurland var nær þeirri hlýnun heldur en Vesturland og má sjá það á þessu línuriti (ef við vitum hvernig málum var háttað).
Síðasta mynd dagsins er kannski sú tíðindaminnsta. Sýnir hitamun út og innsveita. Að meðaltali munar hér 1,6 stigum á hita stöðvaparanna sem valin eru. Talan fer auðvitað eftir vali stöðva. Við sjáum þó að við sjáum hér enn sömu ártöl og hafa komið fram á öðrum myndum. Því hærri sem talan er (munurinn meiri) því kaldara er inn til landsins miðað við sjávarsíðuna á Suður- og Norðurlandi.
Þetta dugir flestum í bili - og væntanlega miklu meira en það hjá flestum. En fleiri myndir bíða birtingar á næstunni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.1.): 261
- Sl. sólarhring: 395
- Sl. viku: 2807
- Frá upphafi: 2431984
Annað
- Innlit í dag: 243
- Innlit sl. viku: 2287
- Gestir í dag: 231
- IP-tölur í dag: 223
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning