Víkur kuldinn?

Fyrsta vika ársins 2025 hefur verið köld á landinu, hiti yfirleitt 4 til 6 stigum undir meðallagi á landinu. Nú gera spár hins vegar ráð fyrir hlýnandi veðri. Spár segja hita kominn upp fyrir frostmark um landið suðvestanvert um hádegi á föstudag og um sólarhring síðar á Austurlandi. Fyrst er kuldanum í háloftunum stuggað burt en síðan fara suðlægir vindar að reyna að hreinsa það kalda loft sem lægra liggur burt - eða blanda það hlýrra lofti - kannski er síðari hátturinn heppilegri.

w-blogg080125a

Kortið sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um hæð 500 hPa-flatarins og þykktina um hádegi á föstudag. Þá er kaldasta loftið í neðri hluta veðrahvolfs horfið á braut og fremur hægur suðvestlægur vindur ber hlýrra loft (meiri þykkt) í átt að landinu. En ekki eru læti í þessu til að byrja með þannig að kaldasta og kyrrasta loftið í dölum landsins þrjóskast eitthvað við - kannski fer það burt, en eins og áður er minnst á gæti það líka blandast loftinu sem kemur að sunnan - og þá gengur hlýnunin hægar fyrir sig. 

Við tökum eftir gríðarlega snörpum kuldapolli nyrst á kortinu. Þykktin er minni en 4800 metrar þar sem hún er minnst. Við þurfum alltaf að hafa auga á svona kulda - þessum er reyndar spáð til austurs og þar með út af þessu korti, en það er þó þannig að það sem af er vetri hefur farið illa um kuldapolla norðurslóða og sá vestlægi (sem við höfum oft kallað Stóra-Bola) hefur ekki almennilega komist í sitt venjubundna bæli norðarlega í Kanada, hefur alltaf hrakist burt þaðan eftir skamman tíma. Óvenjuleg hlýindi hafa því verið á þeim slóðum um langa hríð. Spár eru auðvitað ekki sammála um hvernig fer með þau mál, en vísbendingar eru þó um að þessir hrakningar haldi áfram og að þessi meginkuldi norðurhvelsins geti tregðast við að yfirgefa austurgrænlandssvæðið - þótt hlýindi sæki nú að - að sinni. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og einum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg080125a
  • w-blogg070125hb
  • w-blogg070125ha
  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 602
  • Sl. sólarhring: 768
  • Sl. viku: 3725
  • Frá upphafi: 2430253

Annað

  • Innlit í dag: 535
  • Innlit sl. viku: 3128
  • Gestir í dag: 518
  • IP-tölur í dag: 493

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband