Smávegis af desember

Nýliðinn desember var nokkuð umhleypingasamur en lengst af fór þó ekki mjög illa með veður. Það var helst kringum jólin að veðrið ylli einhverjum vandræðum. Um hita á einstökum stöðvum og margskonar meiri fróðleik má lesa í yfirliti Veðurstofunnar (á vef hennar).

Við lítum (eins og oft áður) á stærri drætti.

w-blogg040125a 

Hér má sjá hæð 500 hPa-flatarins (heildregnar línur) meðalþykkt (daufar strikalínur) og þykktarvik (litir). Eins og lengst af á árinu voru hlýindi voru að meðaltali ríkjandi á mestöllu því svæði sem kortið nær yfir. Þó er áberandi kaldur blettur norðvestan við Ísland og teygði hann sig hingað. Vindátt var mjög eindregið úr vestsuðvestri, talsvert yfir meðallagi raunar. Sunnanþátturinn var líka dálítið yfir meðallagi mánuðinn í heild.

Loftþrýstingur var nærri meðallagi og sömuleiðis hæð 500 hPa-flatarins.

w-blogg040125b 

Taflan hér að ofan sýnir að desember var í kaldasta þriðjungi nóvembermánaða á öldinni um land allt. Ekki er mikill munur á spásvæðunum, hiti á Miðhálendinu raðast þó hæst hita spásvæðanna. Trúlega stafar það af því að vindhraði var ofan meðallags. En athugum þó að hér er reiknað fyrir heil spásvæði - einstakar veðurstöðvar kunna að raðast á annan hátt (sjá yfirlit Veðurstofunnar).

Þökkum BP að vanda fyrir kortagerðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fimmtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.1.): 365
  • Sl. sólarhring: 542
  • Sl. viku: 3527
  • Frá upphafi: 2428249

Annað

  • Innlit í dag: 335
  • Innlit sl. viku: 3179
  • Gestir í dag: 326
  • IP-tölur í dag: 312

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband