Kalt framundan?

Spár virðast sammála um að hann gangi til norðanáttar um helgina og það kólni rækilega. Til landsins streymi þá kalt loft úr norðri, rennur til suðurs meðfram austurströnd Grænlands og beint hingað til lands. Sjórinn fyrir norðan land vermir það - þó ekki sé hann sérlega hlýr um þessar mundir, en þessar sömu spár nefna meir en 20 stiga frost inn til landsins víða um land.

w-blogg261224ia

Kortið sýnir þykktarspá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gilda á kl.6 að morgni mánudagsins 30.desember. Jafnþykktarlínurnar eru heildregnar og er lægsta línan 4960 metrar fyrir norðaustan land. Hún hverfur síðan, en þó á þykktin að vera í kringum 5000 metrar fram eftir degi yfir norðaustanverðu landinu og síðan í kringum 5100 metrar víða um land bæði mánudag og á gamlársdag. Litirnir á kortinu sýna hita í 850 hPa-fletinum, í um 1400 metra hæð yfir sjávarmáli. 

Það er - eins og venjulega í stöðu sem þessari - spurning um hversu loftið tekur við varmanum að neðan - raki fylgir og éljagarðar geta myndast. Sú þróun er enn nokkuð á huldu í spánum, en nördin fylgjast spennt með.

Spár fyrir nýja árið eru óljósar - margir möguleikar á borðinu - flestir einhvern veginn ólíklegir þó. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tveimur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg261224ia
  • w-blogg261224d
  • w-blogg261224b
  • w-blogg261224c
  • w-blogg261224a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 475
  • Sl. sólarhring: 874
  • Sl. viku: 2857
  • Frá upphafi: 2423507

Annað

  • Innlit í dag: 449
  • Innlit sl. viku: 2597
  • Gestir í dag: 442
  • IP-tölur í dag: 434

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband