30.11.2024 | 20:52
Kosningaveðurspár
Til gamans lítum við nú á spár evrópureiknimiðstöðvarinnar um kosningaveðrið undanfarna tíu daga. Ritstjórinn gerir sér auðvitað fulla grein fyrir því að nú þegar kosningar eru afstaðnar hefur eiginlega enginn áhuga á slíku. Þetta er því mest fyrir hann sjálfan og einhverja örfáa sérvitringa.
Á fyrri myndinni er raðað upp spám reiknimiðstöðvarinnar á 12 klst fresti alla síðustu tíu daga, en þá kom veðrið á hádegi í dag, kosningadaginn 30.nóvember fyrst inn í spárnar. Rétt að benda á að myndirnar verða skýrari séu þær stækkaðar - og fyrir þá örfáu sem vilja í raun og veru skoða þær allar er mun skýrara eintak lagt í pdf-skrá í viðhengi.
Fyrsta spáin er efst til vinstri og kom frá reiknimiðstöðinni síðdegis þann 20.nóvember. Sú spá telst mjög röng. Sú næsta á eftir var líka nokkuð röng og næstu daga var töluvert flökt í spánum. Þær voru þó sammála um að skörp skil og úrkomusvæði væri við landið, oftast yfir því. Í einu tilviki var farið með skilin alveg vestur fyrir land. Það hefði táknað hláku á landinu, nema e.t.v. á Vestfjörðum.
Frá og með síðasta mánudegi (rauður rammi á myndinni) varð þó úr að skilin sjálf yrðu fyrir suðaustan land. Munurinn frá degi til dags fólst í lítilsháttar hliðrun á úrkomusvæðinu, úrkomumagninu og vindhraðanum. Þrátt fyrir þetta suð má segja að reiknimiðstöðin hafi eftir þetta haldist í farvegi sem síðan reyndist réttur. Neðsta kortið synir stöðuna um hádegi í dag (úrkoman er ekki teiknuð). Ritstjórinn er gamall í hettunni og þykir þessi fimm daga spár reiknimiðstöðvarinnar undragóð - sérstaklega vegna þess að ekkert sem heitir var vikið frá henni á tímabilinu. En auðvitað kemur þrátt fyrir það upp alls konar vafi. Það skiptir máli hver vindáttin nákvæmlega er og hversu mikil úrkoman er - og hver hitinn er. Finna má vik í öllum þessum atriðum auk þess sem mat manna á því sem sést á kortum af þessu eða ámóta tagi er alltaf eitthvað misjafnt.
Auk þessara spáa barst auðvitað fjöldi annarra, en í öllum aðalatriðum má segja að þessu veðri hafi verið allvel spáð síðustu dagana.
Síðari mynd dagsins er líka nokkuð ofhlaðin, en vel þess virði samt að líta á aðalatriðin. Betra eintak má einnig finna í áðurnefndu viðhengi.
Það er háloftarit frá Keflavíkurflugvelli sem er til vinstri á myndinni. Hita má finna á lárétta ásnum - og jafnhitalínur liggja þaðan skáhalt upp til hægri - frostmarkslínan er örlítið þykkari en hinar. Á lóðrétta ásnum má sjá þrýstihæð, þar eru hefðbundnir þrýstifletir, 1000 hPa, 850 hPa, 700 hPa og svo framvegis. Rekja má hita mælingarinnar með því að fylgja rauðu línunni. Það kólnar hratt alveg neðst - upp í um 1 km hæð. Þar taka við hitahvörf þar sem hiti fellur lítið næsta kílómetrann. Síðan tekur við ákveðið hitafall sem verður hraðara þegar ofar kemur. Við 300 hPa (eða þar um bil) hættir hitafallið að mestu og hiti er nánast sá sami í öllum hæðum eftir það, svo langt sem línuritið nær. Bláa línan sýnir daggarmarkið. Með því að bera saman hita og daggarmark sjáum við rakastig loftsins. Séu línurnar tvær nærri hver annarri er loftið rakt, en sé bilið langt er loftið þurrt.
Lengst til hægri á myndinni má greina vindörvar. Þar sjáum við vindstyrk og stefnu á hefðbundinn hátt. Við getum nú mjög gróflega greint fjögur meginloftlög í athuguninni. Neðst er köld norðaustanátt - með fremur miklum raka. Þeir sem horfðu til vesturs á suðvesturhorninu í dag máttu greina smáa bólstra í fjarska yfir sjónum. Í hitahvörfunum þar yfir er staðan blönduð, áttin enn úr norðaustri neðst, og dregur úr raka eftir því sem ofar dregur. Þetta er heimskautaloft norrænnar ættar, trúlega komið af svæðinu austan Grænlands. Þar fyrir ofan er komið í lag sem merkt er b. Þurrt og vindur er hægur úr norðri, eða jafnvel norðvestri. Þurrkurinn bendir til niðurstreymis. Trúlega er þetta loft búið að fara yfir Grænland og hefur það leitað niður austan þess.
Síðan komum við upp í loft sem merkt er með bókstafnum c. Þar er vindur úr suðvestri og loftið mun rakara heldur en neðar. Þetta loft er af suðrænum uppruna. Ofan á því liggja veðrahvörfin. Þar er suðvestanátt, skammdegisröst heiðhvolfsins er smám saman að ná sér á strik nú þegar sólar nýtur ekki lengur til að hita upp óson og fleiri geislunarnæmar lofttegundir heiðhvolfsins.
Til hægri á myndinni má sjá gervihnattamynd sem tekin er um hádegi í dag. Þar má sjá mikinn skýjabakka yfir landinu. Þar er suðræna loftið sem við minntumst á, við sjáum líka niður í smábólstrana fyrir vestan land - þá sem tilheyra neðsta laginu. Jaðar skýjabakkans var oft fagur á að líta bæði í dag og í gær. Sömuleiðis sjáum við ís í Grænlandssundi á myndinni. Hann er væntanlega nýmyndaður, þunnur og örlög óljós.
Þar neðan við er kort úr 500 hPa-fletinum. Þar sjáum við það sama. Hlýja suðvestanáttina yfir landinu og, lægðardrag við vesturströndina og jökulkalt loft fyrir norðan land.
Sannleikurinn er sá að sáralitlu hefur mátt muna að mikla hríð gerði um nær allt land og þá verst um landið suðvestanvert. Örlítið öflugra lægðardrag þurfti til, örlítið meira aðstreymi norðanlofts - eða örlítið kaldara yfirstreymi yfir Grænland til að hræra upp í hitahvörfunum og lyfta þeim þannig að úrkoma næði að myndast.
Gott hjá reiknimiðstöðinni að ná þessu svona vel.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 314
- Sl. sólarhring: 586
- Sl. viku: 4069
- Frá upphafi: 2429491
Annað
- Innlit í dag: 202
- Innlit sl. viku: 3481
- Gestir í dag: 194
- IP-tölur í dag: 185
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.