25.11.2024 | 22:40
Um miðja viku
Við lítum nú á veðrið um miðja vikuna í spá evrópureiknimiðstöðvarinnar - kannski áttum við okkur betur á óvissunni um kosningaveðrið með því að fara á dálítið kortafyllerí. Athugið enn að ritstjóri hungurdiska gerir ekki veðurspár - hann fjallar aðeins um þær.
Hér má sjá hefðbundið norðurhvelsháloftakort og gildir það síðdegis á miðvikudag, 27.nóvember. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, af þeim ráðum við vindátt og vindstyrk, Þykktin er sýnd með litum, hún mælir meðalhita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Dökkfjólublái liturinn er svona um það bil að festast í tilverunni, tilheyrir vetrinum og verður viðloðandi til vors. Það er sjaldgæft að hann nái alveg til Íslands, rétt ber við, enda er þykktin sem hann markar aðeins 4920 metrar - eða minni. Ef við rýnum í kortið sjáum við að liturinn teygir sig suður með austurströnd Grænlands. Hann fylgir snörpu lægðardragi sem er nú á leið yfir Grænland og fer síðan til austurs í átt til Barentshafs næstu daga á eftir. Þótt kaldasti hluti dragsins fari framhjá landinu að þessu sinni stingst kuldinn að norðan samt undir hlýrra loft sunnan við í kjölfar dragsins (það er þyngra).
Nokkuð langt suður í hafi er háloftalægð sem beinir hlýju lofti úr suðri til norðurs í átt til landsins. Jafnframt hreyfist lægðin norðaustur - en fer hægt yfir. Aðalspurningin í framhaldinu er hvort hún fari nægilega hægt og nægilega vestarlega til að þrengja að kuldanum úr norðri. Síðustu daga hafa spár verið mjög reikular í rásinni varðandi lægð þessa og samskipta hennar við kalda loftið þannig að mikil óvissa hefur verið í spám um veður á kosningadaginn og á talningarnótt. Líklega skýrist það nokkuð þegar miðja lægðardragsins kalda verður komin hjá. Ferð þess yfir Grænland skapar óvissu. Hvernig fer Grænland með dragið?
Við skulum nú líta á nokkur kort til viðbótar - aðallega í kennsluskyni (og fyrir nördin) - aðrir geta sleppt þeim, litið upp og farið að hugsa um óvissu sína í kjörklefanum.
Næst er einskonar stækkuð mynd af lægðardraginu, eins og því er spáð kl.21 að kvöldi miðvikudags. Hér sýna litirnir hita í 500 hPa-fletinum, en vindörvar vindstyrk og stefnu. Hann blæs mjög kröftuglega af suðvestri yfir landinu, 30 til 40 m/s. Þar sem jafnhitalínur og jafnhæðarlínur eru ámóta þéttar gætir þessa vinds ekki að marki í mannheimum - en suðvestanátt er þó ríkjandi þar niðri. Ekki langt undan Vestfjörðum verða jafnhitalínur þéttari heldur en jafnhæðarlínurnar og þar nær hitabrattinn því að snúa vindi í neðstu lögum til norðaustanáttar. Þetta sjáum við vel á næsta korti.
Það sýnir stöðuna í 925 hPa-fletinum á sama tíma, í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli. Lægðardrag er rétt við Vestfirði, suðvestanátt ríkjandi á landinu, en handan lægðardragsins er mjög stríð norðaustanátt, ísköld. Ljósasti fjólublái liturinn sýnir -16 stig og vindur er 25 til 30 m/s. Svo er að sjá að kuldinn breiðist yfir allt landið á fimmtudag, en vegna þess að kerfið er jafnframt á leið til norðausturs verður norðaustanáttin vonandi ekki mjög hvöss, alla vega ekki lengi. En að við sleppum við kuldann er harla ólíklegt. Lægðin, sem er ekki djúp, á þvínæst að dýpka mjög rækilega austur af Jan Mayen og fara niður í um 960 hPa um sólarhring síðar - en þá úr sögunni hvað okkur varðar.
Það er líka lærdómsríkt að líta hærra. Þetta kort sýnir stöðuna í 300 hPa-fletinum, í tæplega 9 km hæð. Þar skulum við sérstaklega taka eftir bletti yfir Grænlandssundi sem er hlýrri heldur en loftið umhverfis. Þegar lægðardragið fer austur af Grænlandi - og það losnar um kalda loftið norðurundan - það sem er þarna að streyma til suðvesturs um Grænlandssund og áfram verður niðurstreymi ofan við, bæði vegna ýktra lóðréttra hreyfinga þegar dragið kemst austur af jöklinum, en einnig vegna úrstreymis í neðri lögum - veðrahvörfin dragast niður og hlýna.
Síðasta kort dagsins sýnir sjávarmálsþrýsting á þessum sama tíma, á miðvikudagskvöld kl.21. Jafnþrýstilínur eru mjög þéttar í Grænlandssundi og þar stígur loftvog mjög - en fellur í hreyfistefnu lægðarinnar suðvestur af Jan Mayen. Þrýstifall lægðarinnar suður í hafi er farið að gera vart við sig syðst á kortinu og við sjáum söðul milli lægðanna fyrir suðvestan land. Fjallað var almennt um óvissu þessarar stöðu í pistli hungurdiska í fyrradag. Síðan þá hafa birst margar spár - og engin er sammála. Þótt tilhneiging sé alltaf til að trúa nýjustu spánni er samt fullsnemmt að gera það - við verðum að bíða þess að óvissu Grænlandslægðardragsins kalda ljúki. Eftir það ættu spár að verða talsvert skýrari varðandi veður helgarinnar. Þangað til er hollast að hafa í huga að þrátt fyrir allt er veðrið gott - eða minnsta kosti meinlaust - mun fleiri daga heldur en það er slæmt. Veðbanki sem alltaf veðjar á meinlítið veður vinnur alltaf þegar til lengdar lætur, sé hóflega lagt undir og ekki teflt á tæpasta vað.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 704
- Sl. sólarhring: 810
- Sl. viku: 3827
- Frá upphafi: 2430355
Annað
- Innlit í dag: 624
- Innlit sl. viku: 3217
- Gestir í dag: 595
- IP-tölur í dag: 566
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.