Hálfur nóvember 2024

Fyrri hluti nóvembermánaðar (2024) var óvenjuhlýr. Meðalhiti í Reykjavík var +6,5 stig, sá næsthæsti á öldinni (það sem af er), sjónarmun hlýrra var 2022 (6,7 stig). Fyrri hluti nóvember 2010 var sá kaldasti, meðalhiti þá -0,5 stig. Á langa listanum er hitinn í fjórðahlýjasta sæti (af 151), hlýjast var 1945, meðalhiti sömu daga í Reykjavík þá 8,2 stig. Kaldast var hins vegar 1969, meðalhiti þá -2,6 stig.
 
Á Akureyri er meðalhiti fyrri hluta nóvember +6,7 stig, það næsthlýjasta síðustu 89 árin - lítillega hlýrra var 1956, en kaldast 1969.
 
Þetta er hlýjasti fyrri hluti nóvember það sem af er öldinni (24 ár) við Breiðafjörð, á Vestfjörðum og á Ströndum og Norðurlandi vestra. Á öðrum spásvæðum er hann næsthlýjastur.
 
Hitavik eru jákvæð um land allt, miðað við síðustu tíu ár. Stærsta vikið er á Torfum í Eyjafirði, hiti +5,3 stigum yfir meðallagi, en minnst er vikið á Fonti, þar er það +1,1 stig.
 
Úrkoma er í meira lagi um landið vestanvert, sérstaklega þó við Breiðafjörð og á Vestfjörðum, en úrkomulítið hefur verið Austanlands. Í Reykjavík hafa mælst 75,5 mm og er það um 60 prósent umfram meðalúrkomu. Á Akureyri hafa hins vegar aðeins mælst 6,2 mm og er það um fimmtungur meðaltals. Á Dalatanga hafa mælst 20,1 mm - einnig fimmtungur meðaltals.
 
Sólskinsstundir hafa mælst 10,3 í Reykjavík, um 15 færri en í meðalári. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 18,8, 8 fleiri en í meðalári.
 
 
Hitametin sem sett voru á þessum tíma verða minnisstæð. Nýtt landshámarkshitamet nóvembermánaðar og ógrynni meta á einstökum stöðvum. Nokkuð illviðrasamt hefur verið.
 
Nú á að skipta um til hægari vinda og kaldara veðurlags. Hversu lengi það endist er óvíst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 273
  • Sl. viku: 2394
  • Frá upphafi: 2434836

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 2121
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband