12.11.2024 | 21:45
Af hlýindum og metum
Eins og ráð var fyrir gert varð mjög hlýtt á landinu í gærkvöldi (11.nóvember 2024) og í nótt. Þótt landshitamet nóvembermánaðar væri ekki slegið að þessu sinni (23,2 stig) vantaði ekki mjög mikið upp á og ný stöðvamet voru sett á fjölmörgum veðurstöðvum. En metametingur er alltaf nokkuð erfiður. Þegar litlu munar á nýjum og eldri metum má flækja málin mjög með því að vísa í breytingar á mælitækni eða mæliháttum, stöðvar hafi verið fluttar til og svo framvegis. Sannleikurinn er og verður sá að leitin að nákvæmum metum telst langoftast til skemmtunar frekar en harðsoðinna vísinda. En það er þó þannig að þegar fjöldi meta er sleginn samtímis eða miklu munar á nýjum og eldri metum má kannski trúa því að einhver merking sé að baki. Metatalningar geta gefið vísbendingar um veðurlag - og hugsanlega breytingar á því.
Nú þegar hafa ýmsir tekið saman helstu tölur í hinni nýliðnu hitabylgju. Að endurtaka það hér er kannski óþarfi. Ritstjóri hungurdiska greinir ætíð á milli hinna almennu sjálfvirku veðurstöðva Veðurstofunnar og nánustu samstarfsaðila hennar annars vegar og veðurstöðva Vegagerðarinnar og ýmissa annarra hins vegar. Meginástæðan er ekki sú að einhver sérstakur efi sé með tölur hinna síðarnefndu heldur fremur að ekki er vitað hvernig hámarkshiti þeirra er skilgreindur í smáatriðum, né heldur eru upplýsingar fyrirliggjandi um það hversu vel hver einstök stöð er staðsett, í hvaða hæð mælar séu o.s.frv. Athuganir Vegagerðarinnar (flestar) berast þó til Veðurstofunnar og safnast þar í sérstaka töflu sem þar er aðgengileg til rannsókna. Þakkar ritstjóri hungurdiska auðvitað fyrir það, því gagnlegar eru stöðvarnar sannarlega þótt hann vilji ekki gefa hámarksmælingum þeirra metastimpla sem ætlaðir eru öðrum stöðvum. Það fellst mikið öryggi í því að annað kerfi, óháð Veðurstofunni sé í rekstri í landinu komi alvarlegar bilanir upp á - eins og hefur þegar sýnt sig stund og stund.
Svo vill til að þessu sinni að hæsti hámarkshiti sem getið er í þessari hitabylgju mældist á Vegagerðarstöð, Ólafsfjarðarvegi við Sauðanes, 22,9 stig, aðeins 0,3 stigum neðan við nóvemberhitametið frá Dalatanga 1999 og áður er minnst á.
Svo skemmtilega vill til að á tveimur stöðvum Vegagerðarinnar var hámarkshitinn í þessari hitabylgju jafnframt hæsti hiti ársins á stöðvunum. Þetta var á Hámundastaðahálsi í Eyjafirði (22,0 stig) og við Hólshyrnu í Siglufirði (21,9 stig). Fyrir allmörgum árum kannaði ritstjóri hungurdiska tíðni þess að hæsti hiti ársins lenti utan sumarsins og fann tilvik í öllum mánuðum nema marsmánuði. Þessa könnun gerði hann fyrir 14 árum og mætti endurtaka.
Stöðvarmet telst ekki merkilegt nema að mælt hafi verið í nokkur ár, því lengur sem mælt hefur verið því merkilegra verður metið. Að þessu sinni voru sett ný nóvembermet bæði í Grímsey og á Grímsstöðum á Fjöllum. Hámarksmælingar á þessum stöðvum eru ekki alveg samfelldar frá upphafi stöðvanna, en þó meira og minna, 150 ár í Grímsey og 118 ár á Grímsstöðum. Á báðum stöðvum var metið slegið svo um munar. Hiti fór í 15,5 stig í Grímsey, hæsta eldri tala er frá því í nóvember 1944, 13,8 stig. Sú tala var hins vegar talin svo óáreiðanleg að henni var sleppt í Veðráttunni. Var það þrátt fyrir allt rangt mat? Alla vega kemur talan 15,5 stig í Grímsey meira á óvart í huga ritstjóra hungursdiska heldur en flestar aðrar tölur úr hitabylgjunni. Ástæðan er sú að langt er í fjöll í Grímsey og því óvænt að þangað berist svona hlýtt loft. Svipað á raunar einnig við um tölurnar frá Grímstöðum á Fjöllum (16,5 stig) og Möðrudal (16,2 stig). Oftar en ekki er snjór (að minnsta kosti einhver) á þessum stöðum í nóvember og sá varmi sem getur þrátt fyrir allt borist að ofan fer í að bræða hann (sem kostar mikið). Stöðvarnar eru líka langt frá háum fjöllum.
Glæsilegt met var líka slegið á Akureyri. Þar eru sem kunnugt er tvær veðurstöðvar Veðurstofunnar. Önnur á Lögreglustöðinni, en hin við Krossanesbraut. Að þessu sinni stóð Krossanesbrautin sig betur, hiti þar fór í 22,3 stig, sló gamla stöðvarmetið um 6,9 stig. Stöðin hefur mælt í 20 ár.
Á Lögreglustöðinni fór hiti í 20,4 stig. Það verður (í bili að minnsta kosti) nýtt nóvembermet á Akureyri. Gamla metið var 17,5 stig, sett 2004. Hámarkshiti hefur verið mældur á Akureyri síðan 1938. Spurt hefur verið um ástæður þessa munar á stöðvunum tveimur. Við skulum líta aðeins nánar á hann með því að skoða mynd.
Hér má sjá hámarkshita hverrar klukkustundar á Akureyri 11. nóvember og fram til kl.17 þann 12. Grái ferillinn á við Krossanesbrautina, en sá rauði Lögreglustöðina. Grænu súlurnar (hægri kvarði) sýnir mismun hámarkshitans á stöðvunum tveimur. Svo vill til að hann er allan tímann hærri á Krossanesbrautinni, oftast um 0,5 stig, en þegar hlýjast er hann hins vegar meiri en 2 stig.
Trúlega er einhver munur á stöðvunum tveimur - en varla þó svona í þessum skammdegisaðstæðum þar sem áhrif sólar eru víðs fjarri. Langlíklegasta skýringin er munur á umbúnaði mælanna. Krossanesbrautarmælirinn er í hefðbundnum hólk sjálfvirkar stöðvar, en hitamælirinn á Lögreglustöðinni er aftur á móti inni í gamla hitamælaskýlinu. Þar eru loftskipti mjög hæg og snerpa skýlisins enn minni en venjulega í slíku skýli - því það er hætt að opna það á þriggja klukkustunda fresti eins og gert var í áratugi.
Hvað á nú að gera með hitamet Akureyrar í nóvember? Ritstjóri hungurdiska er kominn á eftirlaun og hefur varla tillögurétt nú orðið - hvað þá meira. En þetta er eins og sjá má ákveðið vandamál, vilji menn stunda þessa íþróttagrein (metameting) af snerpu og festu. Og ekki er það aðeins á Akureyri sem þetta gerist - heldur nánast alls staðar. Rétt er að taka fram að þessi munur kemur langoftast lítt eða ekki fram í mánaðameðaltölum (en getur þó gert það) - og er það mun óþægilegra.
Hiti er einnig mældur á Akureyrarflugvelli. Þar eru hins vegar ekki hámarkshitamælingar - og tölur aðeins gefnar upp á klukkustundarfresti - og án aukastafs. Hæsta tala þessarar hitabylgju þar var 19 stig.
En fleiri met voru sett. Ritstjóri hungurdiska fylgist með klukkustundarmetum á landsvísu. Nóvembermet voru slegin fyrir klukkustundir næturinnar, frá og með kl.23 og á öllum heilum tímum til kl.9 að morgni. Nokkrar stöðvar komu við sögu: Krossanesbraut (kl.23 og 24), Bakkagerði (kl.1 - og aftur kl.8), Siglufjörður (kl.2 og kl.3), Ólafsfjörður (kl.4), Skjaldþingsstaðir (kl.5, 6 og 7 og kl.9).
Eitt nóvembermet var sett í háloftaathugun yfir Keflavík kl.23. Hiti í 850 hPa fór í 11,4 stig. Eldra met, 10,0 stig var komið til ára sinna, sett 13.nóvember 1961 - rétt um þær mundir sem ritstjóri hungurdiska fór fyrst að fylgjast með veðri af ákafa. Merkilegt hvað tíminn líður, 63 ár (þar áður voru 63 ár aftur til ársins 1898).
Nokkuð vantaði upp á að hitamet væru slegin í öðrum hæðum.
Í viðhengi geta nördin fundið lista um ný nóvemberhitamet á sjálfvirkum veðurstöðvum - og hversu miklu munar frá eldri metum. Stöðvum sem athugað hafa í minna en fimm ár er sleppt.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 11
- Sl. sólarhring: 385
- Sl. viku: 2165
- Frá upphafi: 2409809
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 1947
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning