Fyrstu 20 dagar októbermánaðar 2024

Fyrstu 20 dagar októbermánaðar hafa verið heldur kaldir hér á landi. Meðalhiti í Reykjavík er 3,6 stig, -2,0 neðan meðallags sömu daga 1991 til 2020 og -2,9 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Dagarnir eru þar með þeir köldustu í Reykjavík það sem af er öldinni. Hlýjastir voru þeir árið 2016 þegar meðalhiti var 9,1 stig. Á langa listanum raðast hitinn í 125. hlýjasta sæti (af 151). Dagarnir voru hlýjastir 1959, meðalhiti þá 9,5 stig, en kaldast var 1981, meðalhiti -0,3 stig.

Á Akureyri er meðalhiti dagana 20 +0,8 stig, -3,5 stigum neðan meðallags 1991 til 2020 og -4,1 stig neðan meðallags síðustu tíu ára. Síðustu 88 árin hefur fjórum sinnum verið kaldara á Akureyri, kaldast 1981, meðalhiti þá var -2,0 stig.

Á landinu eru dagarnir 20 víðast þeir köldustu á þessari öld nema á Vestfjörðum þar sem þeir eru næstkaldastir. Vik, miðað við síðustu tíu ár, eru neikvæð á öllum stöðvum, minnst á Setri -1,5 stig og í Jökulheimum, -1,6 stig (staðsetningin kemur á óvart). Mest er vikið í Ásbyrgi og í Torfum, -4,3 stig.

Úrkoma hefur mælst 30,1 mm í Reykjavík og er það um helmingur meðalúrkomu sömu daga. Þetta er í þurrara lagi, en þó langt frá meti. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 26,9 mm, um 60 prósent meðalúrkomu og á Dalatanga hafa mælst 90,7 mm, tæp 70 prósent meðalúrkomu.

Sólskinsstundir hafa mælst 94,5 í Reykjavík, rúmlega 30 fleiri en í meðalári. Síðustu 110 ár hafa sólskinsstundir aðeins fjórum sinnum mælst fleiri þessa sömu daga. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 41,4 og er það í rétt rúmu meðallagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband