19.10.2024 | 18:57
Af austanátt (upprifjun og framhald á pistli frá 2017)
Tíminn er fljótur að líða - allt í einu liðin sjö ár frá haustinu 2017. Þá birtust á hungurdiskum fáeinir pistlar sem kannski er rétt að uppfæra. Hér fylgir ein slík uppfærsla.
Það er eitt af einkennum íslensks veðurlags að austanátt er ríkjandi í neðstu lögum veðrahvolfsins, en vestanátt ofar. Ritstjóri hungurdiska hefur ítrekað um þetta fjallað - og mætti e.t.v. gera enn meir af því.
Þó þessi áttaskipan sé algengust eru stakir dagar með austanátt í háloftum mjög algengir, jafnvel að austanátt ríki efra í marga daga í röð. Aftur á móti er sjaldgæfara að meðalvindátt heils mánaðar nái því að verða austlæg þegar komið er upp í um 5 km hæð - kemur þó fyrir.
Við skulum nú líta á riss sem dregur fram austanáttarmánuði (í háloftum) yfir landinu frá 1940 til og fram á okkar daga (2024).
Myndin er þannig gerð að sé meðalátt mánaðar vestlæg er sett eyða á myndina (græn slikja), en sé hún austlæg er lína dregin niður í gegnum hana. Lárétti ásinn sýnir ártöl, 1940 er lengst til vinstri - en 2024 lengst til hægri.
Flestir munu taka eftir því að bláu strikin eru nokkru þéttari síðustu fimmtán árin rúm en yfirleitt annars á tímabilinu.
Við vitum auðvitað ekki hvort þetta er eitthvað merki tengt almennum veðurfarsbreytingum eða bara tilviljun. Ritstjóranum finnst líklegast að um tilviljun sé að ræða - enda skrifaði hann pistil um það árið 2008 hversu óvenjulangdregin vestanáttin hefði þá verið (sjá langa grænleita bilið á árunum 2005 til 2007).
Nú er ekki öll austanátt eins - almennt er veðurlag þó oftast rólegra hérlendis sé austanátt efra heldur en þegar vestanáttin ólmast. Í austanáttarmánuðum eru rigningar oftast meiri austanlands en gengur og gerist. En lega háloftavinda skiptir höfuðmáli fyrir veðurlag hér á landi - og þeir eru stundum nokkuð þrálátir í sínum rásum. Gjarnan er illviðrasamt í miklum vestanáttarhrinum.
Þótt myndin virðist gefa til kynna aukna tíðni austanáttamánaða (í háloftunum) er sú tilfinning einungis sjónmat. Til að gera aðeins betur skulum við nú fara út í minniháttar kúnstir. Við gefum sérhverjum vestanáttarmánuði (hvort sem hann er slakur eða sterkur) einkunnina +1 og austanáttarmánuði einkunnina -1. Þá fáum við röð af +1 og -1 (og reyndar tvö núll líka) og úr henni búum við síðan til röð sem nær til 10 ára (120 mánaða) - reiknum síðan meðaltal hennar - og höldum síðan áfram um tímans rás.
Lárétti ásinn sýnir tímann. Fyrsta meðaltalið (lengst til vinstri) nær til áranna 1940 til 1949. Þá eru að meðaltali um 8 mánuðir af hverjum tíu vestanáttarmánuðir. Þetta meðaltal fer upp í 9 mánuði af tíu þegar líður á sjötta áratuginn og stendur þannig fram undir miðjan þann áttunda. Þá kemur þrep niður á við og fram undir 2010 eru enn 8 mánuðir af tíu vestanáttarættar - stundum heldur meira. Um 2010 verður hins vegar þrep - og annar áratugur aldarinnar er austanátt allt í einu búin að stela einum mánuði til viðbótar af hverjum tíu - og tveimur ef við miðum við það sem var um 1970.
Er þetta tilviljun?
Við lítum á eina mynd til viðbótar - aðeins flóknari.
Hér er tímaásinn enn sá sami. Lóðrétti ásinn mælir hins vegar styrk vestanáttarinnar. Ritstjórinn notar hér einingar sem kenndar eru við lærimeistara hans Ernest Hovmöller. Þeir sem endilega vilja gætu deilt með fjórum í tölurnar til að fá út metra á sekúndu (svona gróflega). Grái (daufi) ferillinn sýnir meðaltöl allra mánaða - sveiflast út og suður. Þegar þessi ferill fer niður fyrir núll á myndinni kemur blátt strik á fyrstu myndina (það er austanáttarmánuður).
Rauði ferilinn sýnir 12-mánaðakeðju. Vestanáttin kemur í hrinum - það er engin sérstök sveiflutíðni - samt ber nokkuð á 2 til 3 ára sveiflum. Hrinurnar á fyrstu tveimur áratugunum eru mjög öflugar, en á móti kemur að austanáttarkaflarnir eru þá einnig nokkuð öflugir. Áberandi skortur er á vestanáttarhrinum frá því um 2009 og fram til 2020, þá kom sæmileg hryðja, en samt ekki eins öflug og mjög margar þær eldri.
Græni ferillinn sýnir 120-mánaðakeðju (10 ár). Hann er (auðvitað) í samræmi við ferilinn á næstu mynd á undan - heldur nokkurn veginn stöðu sinni fram undir 2010, en fer þá lítillega niður.
Til gamans reiknum við leitni líka. Hún reynist vera um 4 einingar á öld (um 1 m/s). Það er allt í lagi að geta þess að þeir sem trúa tröllasögum dagsins um veikingu veltihringrásar hafsins gætu notað þessa mynd til að styðja málflutning sinn. Styrkur vestanáttarinnar er í samræmi við halla 500 hPa-flatarins. Kólni fyrir sunnan land en hlýni norðan við (eins og tröllafréttir herma) kæmi það einmitt fram á þennan hátt. Halli 500 hPa-flatarins við Ísland minnkar - og vestanáttin verður veikari.
En við verðum líka að hafa í huga að aðrar skýringar gætu vel komið til greina líka. Sömuleiðis er einnig vert að hafa í huga að meginhluti leitninnar á sér stað á þessari öld - og skammt er liðið aldar. Ýmislegt bendir til þess að ámóta áratugasveiflur hafi átt sér stað áður í styrk vestanáttarinnar (og um þær hefur verið fjallað á hungurdiskum).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 29
- Sl. sólarhring: 128
- Sl. viku: 2476
- Frá upphafi: 2434586
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 2200
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.