Hálfur október 2024

Fyrri hluti október 2024 hefur verið óvenjukaldur hér á landi (þótt vel hafi farið með veður). Meðalhiti í Reykjavík er +3,2 stig, -2,8 stigum neðan meðallags áranna 1991 til 2020 og -3,0 neðan meðallags sömu daga síðustu tíu árin. Þetta er því kaldasti fyrri hluti október það sem af er öldinni (af 24). Hlýjastir voru þessir sömu dagar hins vegar árið 2010 þegar meðalhiti var 9,5 stig. Á langa listanum raðast hitinn í 135. hlýjasta sæti (af 151). Hlýjast var 1959, meðalhiti þá 10,2 stig, en kaldast var 1981, meðalhiti þá -0,7 stig (nærri fjórum stigum kaldara en nú).
 
Á Akureyri er meðalhiti fyrri hluta október +0,2 stig og er það -4,6 stigum neðan meðallags 1991 til 2020 og -4,9 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára, og það þriðjakaldasta síðustu 89 árin (kaldara var 1981 og 1968).
 
Þetta er kaldasti fyrri hluti október það sem af er öldinni á öllum spásvæðum nema Vestfjörðum, þar er hann næstkaldastur.
 
Hitavik er stórt um land allt, minnst í Surtsey, -2,1 stig miðað við síðustu tíu ár, en mest í Ásbyrgi, -5,4 stig.
 
Úrkoma hefur mælst 19,9 mm í Reykjavík. Það er um 40 prósent meðallags, en hefur 20 sinnum mælst minni sömu daga (126 ára mælingar). Á Akureyri hefur úrkoman mælst 19,7 mm og er það um helmingur meðallags. Á Dalatanga hefur úrkoman mælst 43,1 mm og er það um 40 prósent meðallags.
 
Sólskinsstundir hafa mælst 85,1 í Reykjavík, 39 stundir umfram meðallag og hafa aðeins tvisvar mælst fleiri sömu daga, það var 1981 og 1966. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 38,2 og er það um 9 stundum umfram meðallag.
 
Nú hefur orðið ákveðin breyting á veðurlagi - heldur slegið á kuldann. Hvort sú breyting endist skal látið ósagt hér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 19
  • Sl. sólarhring: 213
  • Sl. viku: 984
  • Frá upphafi: 2420868

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 863
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband