15.10.2024 | 23:08
Minnir að spurningin hafi verið um logn
Ritstjóri hungurdiska er alloft spurður um það hver sé lygnasti staður á Íslandi. Hann á að sjálfsögðu ekkert svar við því. Hins vegar er hægt að svara spurningunni um á hvaða veðurstöð logn sé algengast. Auðvelt er að svara því, en aftur á móti koma strax upp fleiri spurningar. Ein þeirra er mjög gömul, sú sem snýr að eðli vindmælinga. Er veðurstöðin í raun og veru að mæla vindhraða nema bara við vindmastrið sjálft. Er vindhraðamælirinn staðsettur þannig að hann gefi hugmynd um vindhraða á stærra svæði. Fyrir hundrað árum, þegar vindhraðamælar voru mjög dýrir - og skráningartæki enn dýrari stóð í alþekktri breskri handbók um veður og veðurathuganir að það væri að mörgu leyti heppilegra að láta athugunarmenn meta vindhraða heldur en að fórna peningum og mikilli fyrirhöfn í að mæla vindinn.
Kannski hefur þetta breyst. Alla vega eru vindhraðamælingar nú mun ódýrari heldur en var - og skráningin miklu betri. En það er alltaf þetta með staðarvalið.
Það sem hér fer á eftir flokkast frekast sem lausleg athugun heldur en harðkjarnavísindi. Eru lesendur beðnir að hafa það í huga. Ritstjóri hungurdiska tók athuganir 142 sjálfvirkra athugunarstöðva og framkvæmdi einfaldar talningar og reikninga. Til að fá að vera með þurftu að minnsta kosti hundrað þúsund athuganir að vera til frá stöðinni í klukkustundargagnagrunni Veðurstofunnar.
Sé fullri hörku beitt er logn ekki talið nema meðalvindhraði 10-mínútna sé 0,5 m/s eða minni. Þetta finnst ritstjóranum óþarfleg harka. Gönguhraði er ekki fjarri því að vera 1,5 m/s. Ákveðið var að slaka lítillega á og miða við 1 m/s - minna en 1 m/s. Slíkar athuganir voru taldar og reiknað hlutfall þeirra og allra athugana stöðvarinnar. Heildarlista má finna í viðhenginu.
Einnig var reiknaður meðalvindhraði á stöðvunum - allra athugana - og til gamans líka reiknað ámóta hlutfall á hinum enda vindkvarðans - þess með vindraða meiri en 15 m/s. Sú tala er í miðjum 7 vindstigum. Það er vindhraði sem við þurfum dálítið að ströggla á móti og getur verið til verulegs ama, t.d. fyrir litla báta á sjó - eða sem skafrenningsvaldur í lausamjöll.
Skrá um þær stöðvar sem best standa sig í hvassviðrunum og önnur sem sýnir meðalvindhraða má einnig finna í viðhenginu. En við lítum hér á töflu um topp-tíu - hún er nokkuð smá, en verður skýrari sé myndin stækkuð - og eins er auðvelt að sjá hana í viðhenginu áðurnefnds.
Hér má sjá fjórar topp-tíu töflur. Sú sem er efst til vinstri sýnir hvar logn er algengast á landinu. Þar er Hallormsstaður á toppnum, með töluna 29,6 prósent (eða 296 þúsundustuhluta). Ómarktaækt þar neðan við er Ljósaland í Fáskrúðsfirði og síðan koll af kolli. Nú er það svo að stöðin í Hallormsstað er inni í skógi - og Skaftafellstöðin (nr.4) kvu nú orðið líka. Kannski fleiri.
Þetta má bera saman við töfluna neðst til hægri. Hún sýnir hægviðrasömustu stöðvar landsins - sé meðalvindhraði reiknaður. Þar er Hallormsstaður líka efstur, og Skaftafell er í þriðja sæti, Básar eru í öðru sæti - kannski líka komin í skógarþykkni. Neskaupstaður eru í fjórða sæti á vindhraðalistanum og Húsavík í því fimmta (enn ein skógarstöðin).
Taflan efst til hægri sýnir botninn á lognlistanum (sem allur er í viðhenginu): Þar má finna ýmsar útkjálkastöðvar - skóglausar með öllu (heldur ritstjórinn að minnsta kosti).
Síðasta taflan er sú neðst til vinstri. Hún telur 15 m/s og meira. Þar er Stórhöfði á toppnum - og síðan Skálafell og fleiri. Hér skal á það bent að þessum síðari talningalista ber ekki endilega vel saman við lognbotninn - þótt Stórhöfði sé í báðum tilvikum efstur eru sjö stöðvar á lognrýrðarlistanum ekki í topptíu hvassviðralistans. - Út af fyrir sig athyglisvert.
En við skulum ekki alveg hætta strax.
Okkur leikur forvitni á að vita hvernig árstíðasveifla lognsins er. Til að athuga það reiknum við meðaltöl lognhlutfalls 25 lygnustu og 25 lognrýrustu stöðvanna. Bláar súlur sýna lygnu stöðvarnar, en þær daufbrúnu þær rýru. Logn er greinilega algengast í ágúst, síðan í júlí og furðualgengt í september og október. Á rýru stöðvunum eru júní til ágúst lognvænari heldur en september og október. Myndin sýnir vel hinn gríðarmikla mun á logntíðni stöðvaflokkanna tveggja. Lognið er hátt í tíu sinnum algengara á lognstöðvunum heldur en hinum.
Við lítum líka á dægursveifluna.
Sýnist dálitið erfið - en er það ekki þegar betur er að gáð. Lóðrétti ásinn sýnir sem fyrr lognhlutfallið (grái ferillinn lognstöðvarnar, en sá rauði þær sem flest hvassviðrin telja. Lárétti ásinn sýnir mánuðina - en þó þannig að í hverjum mánuði eru 24 gildi, hvert og eitt meðaltal klukkustundar (athugað á heila tímanum). Þannig sjáum við dægursveifluna. Í janúar er logn í um 15 prósent athugana á lygnu stöðvunum (eins og vel sást á fyrri mynd). Vindurinn veit ekkert hvað klukkan er. Svipað má segja um febrúar - en þó er örlítið minna um logn síðdegis þá heldur en á öðrum tímum. Í mars er greinilega orðið minna um logn um miðjan daginn heldur en á nóttunni og í apríl miklu minna - en logn verður algengara og algengara um nætur. Minnst er um logn kl.14 í maí, en aftur á móti mest kl.6 í júlí, en vegna þess að minna er um logn á daginn í júlí heldur en ágúst hefur síðarnefndi mánuðurinn vinninginn í heildina. Dægursveiflunnar gætir mjög í september (stærð hennar er á milli þess sem er í mars og apríl), en hún er lítil í október. Í nóvember gætir dægursveiflu varla, og alls ekki í desember.
Við sjáum hér sólina knýja vinda - frá jafndægrum að vori til jafndægra að hausti - og rétt rúmlega það - líklega sá tími sem sól er meira en 15 gráður yfir sjóndeildarhring á hádegi.
Rauði ferillin sýnir svipað - en mun lægri tölur. Dægursveiflunnar gætir greinilega, en hún er ekki nærri því eins áberandi (yrði það hins vegar ef við notuðum annan kvarða.
Í framhaldi af þessu vakna auðvitað fjölmargar spurningar. Áhugasömum má benda á fróðlega og mun ítarlegri grein Haraldar Ólafssonar í Náttúrufræðingnum 2017 þar sem viðfangsefnið er svipað. Eins má benda á gamla Veðurstofuritgerð ritstjóra hungurdiska um dægursveiflu vinds í júnímánuði, þar stendur flest fyrir sínu þótt nú liggi fyrir athuganir frá fleiri stöðvum en þá.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 19
- Sl. sólarhring: 213
- Sl. viku: 984
- Frá upphafi: 2420868
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 863
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.