12.10.2024 | 02:47
Kalt - en hversu óvenjulegt?
Það er heldur svalt þessa dagana. Ritstjóri hungurdiska lítur alloft á töflur sem sýna tíðni mismunandi þykktar yfir landinu. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því lægri sem hún er, því kaldara er loftið. Þessi þykktarmælikvarði getur hins vegar verið nokkuð langt frá réttu lagi þegar kemur að hita á einstökum veðurstöðvum. Þar geta staðbundin hitahvörf ráðið mjög miklu, sérstaklega á björtum og hægum nóttum.
Myndin - sem við lítum á okkur veðurnördum til hugarhægðar (við þurfum lítið) sýnir tíðni þykktargilda yfir landinu samkvæmt era5-endurgreiningunni fyrri hluta októbermánaðar. Hún nær hér til tímabilsins 1940 til 2022 - og mælt er á 6 klst fresti, 4980 mælingar alls. Núna - þegar þetta er skrifað - er þykktin um 515 dekametrar (5150 metrar) - við sjáum á myndinni að það er mjög lágt (merkt með lóðréttri strikalínu), en langt frá lágmarksmetinu, sem sett var 1971. Þá kom alveg sérlega kaldur dagur. Árið 1971 var síðast hafísáranna svonefndu - og satt best að segja væntu menn þess að 1972 yrði líka hafísár - svo skæð kuldaköst gerði þegar vindur snerist til norðurs þetta haust. En ekkert varð úr því, veturinn varð í hópi þeirra hlýrri, einn fárra hlýrra vetra á kuldaskeiðinu sem við enn minnumst.
Það eru alls 76 tilvik sem eru jafnlág eða lægri heldur en það sem við nú upplifum - aðeins um 1,5 prósent allra tilvika. Þau dreifast langt í frá jafnt - koma í klösum og eru flest raunar úr miklu og nokkuð langvinnu kuldakasti í fyrri hluta október 1981 (sem eldri nörd muna vel). Mun færri eru úr áðurnefndu kasti 1971 og síðan svona á stangli gegnum árin. Raunar voru nokkur (samliggjandi auðvitað) tilvik í fyrra, en annars ekki síðan 2010 og 2009.
Dreifingin hegðar sér annars nokkuð skikkanlega. Hún er þó skökk - halinn kaldara megin er mun lengri heldur en sá hlýi. Er þess að vænta hér á landi - kuldaköst tengjast kuldapollum eða köldum lægðardrögum en hlýindi hlýjum hæðum eða hæðarhryggjum. Meiri fyrirferð er í þeim síðarnefndu heldur en lægðunum og lægðardrögunum - sem eru að jafnaði snarpari.
Það er skemmtilegt þrep í dreifingunni á milli 523 og 524 dekametra og raunar e.t.v. annað hinumegin á milli 549 og 548 dam. Eitthvað raunverulegt sjálfsagt við þessi þrep.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 48
- Sl. sólarhring: 144
- Sl. viku: 1969
- Frá upphafi: 2412633
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 1722
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 46
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.