Tíu stiga syrpur (tíu árum síđar)

Ţađ var í fyrradag (sunnudaginn 6.október) sem hámarkshiti á landinu náđi ekki tíu stigum. Haustiđ 2014 birtist hér á hungurdiskum stuttur pistill ţar sem fjallađ var um slík tímamót - og lengd samfelldra tímabila daga ţar sem landshámarkshiti er tíu stig eđa meira. Í ţessum gamla pistli er fjallađ um alls konar vandamál tengd slíkri „mćlingu“ - rétt er ađ vísa ţeim sem eru sérstaklega áhugasamir um slíkt í gamla pistilinn

En nú eru allt í einu liđin 10 ár (fyrirvaralaust) og e.t.v. rétt ađ athuga hvađ gerst hefur síđustu tíu árin. Meginvandamáliđ viđ tímaröđ sem nćr til landsins alls er einfalt: Stöđvakerfiđ er alltaf ađ breytast - og ekkert víst ađ kerfiđ sem var viđ líđi fyrir 60 árum hefđi mćlt sömu lengdir tímabila og kerfiđ gerir í dag - nánast öruggt ađ ţađ gerir ţađ ekki. Hitamćlistöđvum hefur fjölgađ - og ţar međ hafa líkur aukist á ţví ađ hitta á 10 stig einhvers stađar - sérstaklega í blábyrjun og bláenda samfelldra tímabila. 

w-blogg081024a

Súlurnar sýna lengd lengsta tíustigakafla hvers árs, en rauđa línan er 10-árakeđja. Lengst lifđu 10 stigin á landsvísu 2001 og 1961 - ţau sumur fá samt engin sérstök verđlaun í gćđametingi - og viđ sjáum ađ nýliđiđ sumar, 2024, skorar vel, međ 169 daga, 27 dögum fleiri en langtímameđaltaliđ (1949-2024). Sumariđ 2021 sker sig úr nýliđnum sumrum međ ađeins 103 daga. Ţá kom einn „spillidagur“, 13. júní - hefđi tekist ađ mćla 10 stig ţann dag hefđi lengdin á samfellunni orđiđ 147 dagar - slefađ međallagiđ. Viđ sjáum af ţessu ađ lítil von er til ţess ađ viđ getum notađ stök ár í greiningu sem ţessari í umrćđum um veđurfar. 

Hins vegar sjáum viđ ađ 10-árakeđjan hefur svipađar hneigđir og hitafar almennt. Köldu áratugirnir mynda dćld - 10-ára međaltaliđ fer niđur í 128 daga (1969-1978) og upp í 160 (2004 til 2013). 

Í gamla pistlinum litum viđ líka á Reykjavík. Ţar hófust samfelldar hámarkshitamćlingar áriđ 1920.

w-blogg081024b

Viđ sjáum hér svipađa hluti. Kalda tímabiliđ sker sig nokkuđ úr á milli ţeirra hlýju. Međaltal alls mćliskeiđsins er 81 dagur. Í ár, 2024, fengum viđ 74 samfellda daga međ  tíu stiga hámarkshita eđa meira, svipađ og ţrjú árin nćst á undan. Styst var tímabiliđ 1983 - sundurklippt međ mest 11 daga samfellu. Lengsta samfellan var 2009, 133 dagar og litlu fćrri 2017 (131). 

w-blogg081024c

Tíudagasamfellur eru áberandi styttri á Akureyri heldur en í Reykjavík. Dagar međ norđanátt eru kaldir - gefa lítinn möguleika á tíu stigum. Međallengd lengstu syrpu ársins er ađeins 44 dagar (1938 til 2024). Í sumar var lengd syrpunnar 34 dagar, tíu fćrri en ađ međaltali. Lengsta syrpan var sumariđ 2018, 89 dagar, en styst 1963, ađeins 16 dagar, sem er ţó lengra heldur en 11 dagasyrpan í Reykjavík 1983. Ţađ vekur athygli ađ á tímabilinu 1956 til 1990 nćr varla nokkurt ár langtímameđaltalinu, nema 1976, en frá og međ 1991 fjölgar löngum syrpum og hćsta 10-ára međaltaliđ er 64 dagar (2005 til 2014). 

Kannski segir ţetta einhverjum eitthvađ (og kyndir e.t.v. einhverja nördaelda). 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 47
  • Sl. sólarhring: 147
  • Sl. viku: 1968
  • Frá upphafi: 2412632

Annađ

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 1721
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband