1.10.2024 | 16:50
Smávegis af september 2024
September er nú liðinn (rétt einu sinni). Að þessu sinni var hann í svalara lagi. Yfirleitt sá næstsvalasti á landinu það sem af er þessari öld. Nokkru kaldara var í september 2005.
Á Austurlandi að Glettingi og á Miðhálendinu raðast mánuðurinn nú í 21. hlýjasta sæti (3 kaldari) og á Suðausturlandi í 22. hlýjasta - á þessum spásvæðum er september 2005 líka kaldastur.
Það er stutt öfganna milli. Loftþrýstingur í ágúst var að meðaltali sá lægsti sem við vitum um (mælingar í 200 ár), en þrýstingur í september var aftur á móti á meðal þess hæsta sem gerist - í 11. sæti að ofan talið (af 203) og hefur ekki mælst jafnhár síðan 1976 - en munurinn á þrýstingi nú og í september 2002 er þó ómarktækur.
Staðan í háloftunum var líka harla óvenjuleg - á sinn hátt.
Hér má sjá meðalhæð 500 hPa-flatarins í september og vik frá meðaltalinu 1981-2010. Áttin er ákveðin úr vestri - (og rétt norðan við vestur). Lægðasveigja er á jafnhæðarlínum - en liggur frá Grænlandi - sem slær á úrkomumöguleika. Það er óvenjulegt að hæðin sé þrátt fyrir þetta ofan meðallags - í svona mikilli lægðasveigju. Trúlega stafar þetta óvenjulega mikla jákvæða vik á kortinu af almennri hlýnun lofthjúpsins - hún hækkar 500 hPa-flötinn almennt.
Það kemur líka á óvart - þrátt fyrir svalann - að þykktarvikin skuli vera jákvæð yfir landinu (litir). Þykktin mælir sem kunnugt er hita í neðri hluta veðrahvolfs - hiti þess hafur verið í eða yfir meðallagi þrátt fyrir norðan- og vestanáttina - og lægðasveijguna. Ritstjórinn man varla eftir svona nokkru - (en verður að játa að hann hefur ekki enn leitað af sér allan grun).
Það er fyrst þegar komið er niður í 850 hPa-flötinn (í um 1500 metra hæð) sem kuldinn er farinn að gera vart við sig. Vikið við Norðurland er um -1 stig. Í Grímsey var hitavikið í mánuðinum -1,1 stig - miðað við 1981-2010 (viðmiðunartímabil kortsins). Eins og fjallað var um á hungurdiskum í gær er hitavikið í sjávaryfirborði heldur meira á þessum slóðum. Annars hefur yfirleitt verið mjög hlýtt á því svæði sem kortið sýnir - nema helst í Baskahéruðum Spánar.
Svo er ákveðin rúsína í pylsuendanum. Á landinu í heild var september í ár kaldari heldur en maímánuður, munaði um 0,5 stigum. Þetta á ekki við allar stöðvar - nægilega margar þó til að koma fram í meðaltalinu. Þetta er ekki mjög algengt, gerðist síðast (með naumindum þó 1990), en 1985 var munurinn svipaður og nú. Mestur var þessi munur 1918. Í Reykjavík munar nær engu á mánuðunum, september rétt sjónarmun kaldari þó (0,04 stigum). Gerðist síðast (með meiri mun) 1990 - og mestur var munurinn 1918. Á Akureyri munar nú meir en 2 stigum á maí og september. Fara þarf aftur til 1991 til að finna þvílíkt og annað eins, en það að september sé kaldari heldur en maí er heldur algengara á Akureyri heldur en í Reykjavík. Við þökkum BP að vanda fyrir kortagerðina.
Hvað verður svo næst tíðinda?
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 2.10.2024 kl. 00:01 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 48
- Sl. sólarhring: 147
- Sl. viku: 1969
- Frá upphafi: 2412633
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 1722
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 46
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.