Veðurstofusumarið 2024 - heldur svalt miðað við síðari ára tísku

Veðurstofan hefur í hundrað ár skilgreint sumarið sem tímann frá júní til september ár hvert. Sumum finnst fjórir mánuðir of langur tími - alþjóðaveðurfræðistofnunin miðar við þrjá mánuði (júní til ágúst) - en misseristímatalið gamla miðar sem kunnugt er við sex mánuði - frá fyrsta sumardegi að vori - að fyrsta vetrardegi að hausti. Veðurstofan fer bil beggja. Hungurdiskar hafa nú í nokkur ár reynt að reikna meðalhita landsins alls. Aðferðin er að vísu umdeilanleg - og aðrir reiknimeistarar myndu efalítið fá út aðrar tölur. En ritstjórinn ber sig samt vel.

w-blogg290924a

Nú vantar aðeins einn dag upp á sumarlok - og ekki skeikar miklu þótt við sleppum honum. Sumarið reyndist vera í svalara lagi - miðað við undanfarna tvo áratugi rúma. Meðalhiti þess á landsvísu reiknast 8,3 eða 8,4 stig. Þetta er lægsta tala sem við höfum séð síðan sumarið 1998, en þá var hún sú sama og nú, Nokkru kaldara var 1993 og 1992. 

Yngra fólkið (fram á fertugsaldur sennilega) - man ekki jafnkalt sumar (nema að barnsminni þess sé alveg sérlega gott). Við gamlingjarnir verðum hins vegar að átta okkur á því að hitinn nú er nánast sá sami og var á sumrin að meðaltali á árunum 1961 til 1990. Sumir okkar eru því bara harla ánægðir með sumarið. Fortíðarþrá ritstjórans hefur fengið sitt - staðfestingu á að gömlu sumrin hafi verið raunveruleg - og þau voru mörg góð í minningunni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 181
  • Sl. sólarhring: 213
  • Sl. viku: 2102
  • Frá upphafi: 2412766

Annað

  • Innlit í dag: 172
  • Innlit sl. viku: 1846
  • Gestir í dag: 157
  • IP-tölur í dag: 151

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband