Óvenjuleg hlýindi yfir Vestur-Grænlandi

Í dag (og síðustu daga) hefur verið óvenjuhlýtt yfir vestanverðu Grænlandi. Þar sem vindur hefur verið hægur hefur þeirra ekki gætt að fullu í byggðum. Hiti fór þó í tæp 19 stig í Narsarsuaq í gær og að sögn var eindæmum hlýtt þar í fyrrinótt - þegar austanáttin var ákveðnari (en ritstjórinn hefur hlýindatölfræðina ekki á hreinu). 

w-blogg230924

Kortaklippurnar hér að ofan sýna stöðuna í dag kl.15 (að mati uwg/ig-líkansins). Kortið til hægri sýnir hita í 850 hPa og hina ótrúlegu tölu, 15,4 stig yfir Diskóflóa. Hitamet 850 hPa-flatarins í september yfir Keflavík er 12,6 stig. Að vísu má trúlega finna 15 stig yfir Austurlandi í september - einhvern tíma í fortíðinni - en þar kemur fjallastutt niðurstreymi við sögu - sem er í fljótu bragði ekki að sjá við Grænland að þessu sinni. Eitthvað er það á stærri kvarða sem veldur. Yfir Íslandi er alls ekki kalt, hiti yfir Vesturlandi ofan frostmarks í 850 hPa, í um 1500 metra hæð yfir sjávarmáli. 

Hlýindin eru nokkuð sammiðja mikilli hæð við Vestur-Grænland, um 5810 m í miðju - í 500 hPa. Það er svipað og við mest vitum um á þessum árstíma hér við land (sjónarmun lægra). Þykktin er um 5620 metrar í hlýindunum - svipað og við þekkjum hæst hér við land á þessum tíma árs.

Hæðin á að gefa sig næstu daga - hörfar undan kaldara lofti að norðan - sem einnig á að ná til okkar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 63
  • Sl. sólarhring: 1073
  • Sl. viku: 2734
  • Frá upphafi: 2426591

Annað

  • Innlit í dag: 60
  • Innlit sl. viku: 2437
  • Gestir í dag: 59
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband