9.9.2024 | 23:37
Smávegis til minnis um veðrið á fimmtudaginn var
Mjög hlýtt var hér á landi að morgni síðastliðins fimmtudags (5.september), einnig varð óvenjuhvasst á Vestfjörðum og sumstaðar um landið norðanvert. Síðdegis þennan dag varð tölvuhrun á Veðurstofunni - og ritstjóri hungurdiska varð í framhaldinu sambandslaus við gögn í fjóra daga. Vonandi er sambandið nú komið í lag. Í veðrinu áðurnefndan fimmtudag voru ýmis staðbundin vindhraða- og septemberhitamet slegin.
Hæst mældist hitinn 25,1 stig á Seyðisfirði, þetta er landsdægurmet þann 5.september og ritstjóra hungurdiska sýnist að það sé jafnframt fjórði hæsti hiti sem mælst hefur í september. Septemberhitametið var sett á Egilsstöðum 1.september 2017, 26,4 stig. Þann 14.september 1949 mældust 26,0 stig á Dalatanga og 25,8 þann sama mánaðardag árið 1988. Sjálfvirkar stöðvar sem athuga á 10-mínútna fresti voru ekki komnar til sögunnar árið 1988, mest var mælt 8 sinnum á sólarhring, og víða ekki nema þrisvar, t.d. á Seyðisfirði. Þar mældist hiti kl.15 þann 14. september 25,0 stig og var það jafnframt hámarkshiti dagsins.
Hitabylgjan á fimmtudaginn var hreinsaði hins vegar upp athugunartímahámörk (á landsvísu) allar klukkustundir frá og með kl.6 um morguninn til og með kl.13, metið kl.14 er frá Möðruvöllum í Hörgárdal, 24,4 stig, sett í merkilegri hitabylgju þann 4.september 2010.
Mánaðarhitamet voru ekki sett víða (sé miðað við stöðvar sem athugað hafa lengi). Stöðin í Vestdal á Seyðisfirði hefur þó mælt frá 1995. Ekki hefur á þeim tíma mælst hærri hiti þar í september heldur en nú (24,8 stig). Seyðisfjarðarstöðin sjálfvirka byrjaði 2014, eins og áður sagði fór hiti þar í 25,1 stig og hafði mest (í september) farið í 25,0 á mönnuðu stöðinni - eins og áður sagði. Sjálfvirkar mælingar byrjuðu á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði árið 2006, hiti fór þar nú mest í 24,8 stig (milli kl. 7 og 8 að morgni), það er nýtt met á stöðinni - og hærri hiti en mældist nokkru sinni í september á mönnuðu stöðinni á sama stað (og á öðrum stöðvum í Vopnafirði). Sama má segja um Miðfjarðarnes - þar var líka slegið septembermet.
Hitinn á Seyðisfjarðarstöðvunum var einnig hæsti hiti ársins til þessa á stöðvunum. Sama var á Sauðanesvita. Tveimur dögum áður mældist hæsti hiti ársins á Kambanesi (hófleg 15,5 stig) og þann 1. fór hiti í 23,4 stig á Mánárbakka - það er hæsti hiti ársins þar.
Það merkilegasta við þessa hitabylgju er e.t.v hversu öflug hún varð - án þess að hitta rétt í sólarhringinn. Líklegt að hiti hefði orðið enn hærri hefði hún verið á ferð fáeinum klukkustundum síðar - og efni í septemberíslandsmet.
Snarpur vindstrengur fylgdi hlýindunum. Veðrið stóð þó það stutt að það nær aðeins inn á annan (af tveimur) stormdagalistum ritstjóra hungurdiska - þann sem byggir meira á snerpu. Til að komast á þann lista þarf hámarksvindhraði að ná 20 m/s á fjórðungi veðurstöðva landsins. Það rétt tókst nú (27 prósent). Meðalvindhraði sólarhringsins varð hins vegar 8,9 m/s.
Septembervindhraðamet (10-mínútur) voru þó sett á nokkrum stöðvum þar sem nokkuð lengi hefur verið mælt, á Hornbjargsvita (1995), Súðavík (1995), Ísafirði (1998), Bolungarvík (1999) og á Steingrímsfjarðarheiði (1995) og Laxárdalsheiði (2000). Septembervindhviðumet féllu á Súðavík (1995), Flateyri (1997), Steingrímsfjarðarheiði (1995), Laxárdalsheiði (2000) og - merkilegt nokk - á Grundarfirði (2003).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 215
- Sl. sólarhring: 228
- Sl. viku: 2758
- Frá upphafi: 2414613
Annað
- Innlit í dag: 180
- Innlit sl. viku: 2544
- Gestir í dag: 165
- IP-tölur í dag: 154
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.