Sumardagafjöldi í Reykjavík 2024

Talning „sumardaga“ í Reykjavík og á Akureyri hefur veriđ fastur liđur á bloggi hungurdiska frá ţví 2013. Uppgjöriđ hefur ćtíđ veriđ gert um mánađamótin ágúst-september. Ađ međaltali er ađeins einn dagur í september í Reykjavík sem nćr ţessum (algjörlega) tilbúna stađli ritstjórans. Skilgreiningu á hungurdiskasumardegi má finna í pistli [20.júní 2013] - (nokkuđ frjálslegt - enda er ţetta bara leikur).

Ađ ţessu sinni er engin talning á sumardögum á Akureyri. Ástćđan er sú ađ mannađar athuganir hafa veriđ felldar niđur ţar á bć. Jú, ţađ vćri vel hćgt ađ nota sjálfvirku athuganirnar - en eftir smáíhugun hefur ritstjórinn komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ ţađ sé viđfangsefni yngri veđurnörda ađ búa til annađ ámóta kerfi - kannski hefur ekkert ţeirra áhuga á ţví - en ţađ verđur ţá bara ađ hafa ţađ.

Sumardagar reyndust 13 í Reykjavík. Ţađ er 15 dögum undir međallagi áranna 1991 til 2020. Ţegar betur er ađ gáđ er ţessi fjöldi ţó jafn međallaginu 1961-1990 - ósköp venjulegur fjöldi á ţeim árum - sem eru hiđ „eđlilega“ tíđarfar í huga ritstjóra hungurdiska. Ţessi (nú) löngu liđnu ár ákvarđa hiđ eđlilega í hans huga. En jafnframt viđurkennir hann ađ yngra fólk, t.d. ţađ sem fćtt er eftir 1990 (og jafnvel um 1980) hlýtur ađ hafa komiđ sér upp öđru viđmiđi, kannski er ţađ 1991-2020 (26 dagar) eđa síđustu 20 ár (32 dagar).

w-blogg290824-sumardagar-rvk 

Ţetta sumar „vermir“ ţví botninn frá aldamótum ásamt 2013 og 2018 ţegar sumardagarnir voru líka 13. Til ađ finna fćrri ţurfum viđ ađ fara aftur til 1996 (10). Flestir voru dagarnir áriđ 2010, 51 og 50 áriđ 2012.

Einn sumardagur taldist í maí í ár, eins og međaltaliđ 1991-2020, tveir voru í júní, 3 fćrri en ađ međallagi, 5 í júlí (7 fćrri en í međallagi) og líka 5 í ágúst (3 fćrri en í međalári). Ađ međaltali bćtist einn sumardagur viđ í september, en hafa flestir orđiđ 11 í ţeim mánuđi (1958). Tvisvar kom sumardagur í október.

Síđan er „sumareinkunn“ hungurdiska - ritstjórinn reiknar hana eftir ađ Veđurstofan hefur reiknađ međalhita, úrkomusummu og taliđ úrkomudaga og sólskinsstundir bćđi í Reykjavík og á Akureyri (jú, ţar ráđum viđ viđ Akureyri líka). Ekki er fullvíst ađ hún segi nákvćmlega sömu sögu (en ţađ kemur í ljós).

En viđ minnum á ađ ţetta er ađeins leikur - viđ gćtum notađ ađrar skilgreiningar og fengiđ út allt ađrar tölur. Ef svo ólíklega fer ađ sumardagar „hrúgist inn“ í september (og október) verđur myndin endurskođuđ. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oft koma góđir júlídagar ađ vetri til, en fara framhjá innipúkum. Vćri ekki ráđ ađ telja ,,sumardaga" alls ársins?

Ađalsteinn Geirsson (IP-tala skráđ) 2.9.2024 kl. 11:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Sept. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • w-blogg030924c
  • w-blogg030924b
  • w-blogg030924a
  • w-blogg020924a
  • w-blogg020924b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 25
  • Sl. sólarhring: 119
  • Sl. viku: 1448
  • Frá upphafi: 2391383

Annađ

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 1304
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband