Sumardagafjöldi í Reykjavík 2024

Talning „sumardaga“ í Reykjavík og á Akureyri hefur verið fastur liður á bloggi hungurdiska frá því 2013. Uppgjörið hefur ætíð verið gert um mánaðamótin ágúst-september. Að meðaltali er aðeins einn dagur í september í Reykjavík sem nær þessum (algjörlega) tilbúna staðli ritstjórans. Skilgreiningu á hungurdiskasumardegi má finna í pistli [20.júní 2013] - (nokkuð frjálslegt - enda er þetta bara leikur).

Að þessu sinni er engin talning á sumardögum á Akureyri. Ástæðan er sú að mannaðar athuganir hafa verið felldar niður þar á bæ. Jú, það væri vel hægt að nota sjálfvirku athuganirnar - en eftir smáíhugun hefur ritstjórinn komist að þeirri niðurstöðu að það sé viðfangsefni yngri veðurnörda að búa til annað ámóta kerfi - kannski hefur ekkert þeirra áhuga á því - en það verður þá bara að hafa það.

Sumardagar reyndust 13 í Reykjavík. Það er 15 dögum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Þegar betur er að gáð er þessi fjöldi þó jafn meðallaginu 1961-1990 - ósköp venjulegur fjöldi á þeim árum - sem eru hið „eðlilega“ tíðarfar í huga ritstjóra hungurdiska. Þessi (nú) löngu liðnu ár ákvarða hið eðlilega í hans huga. En jafnframt viðurkennir hann að yngra fólk, t.d. það sem fætt er eftir 1990 (og jafnvel um 1980) hlýtur að hafa komið sér upp öðru viðmiði, kannski er það 1991-2020 (26 dagar) eða síðustu 20 ár (32 dagar).

w-blogg290824-sumardagar-rvk 

Þetta sumar „vermir“ því botninn frá aldamótum ásamt 2013 og 2018 þegar sumardagarnir voru líka 13. Til að finna færri þurfum við að fara aftur til 1996 (10). Flestir voru dagarnir árið 2010, 51 og 50 árið 2012.

Einn sumardagur taldist í maí í ár, eins og meðaltalið 1991-2020, tveir voru í júní, 3 færri en að meðallagi, 5 í júlí (7 færri en í meðallagi) og líka 5 í ágúst (3 færri en í meðalári). Að meðaltali bætist einn sumardagur við í september, en hafa flestir orðið 11 í þeim mánuði (1958). Tvisvar kom sumardagur í október.

Síðan er „sumareinkunn“ hungurdiska - ritstjórinn reiknar hana eftir að Veðurstofan hefur reiknað meðalhita, úrkomusummu og talið úrkomudaga og sólskinsstundir bæði í Reykjavík og á Akureyri (jú, þar ráðum við við Akureyri líka). Ekki er fullvíst að hún segi nákvæmlega sömu sögu (en það kemur í ljós).

En við minnum á að þetta er aðeins leikur - við gætum notað aðrar skilgreiningar og fengið út allt aðrar tölur. Ef svo ólíklega fer að sumardagar „hrúgist inn“ í september (og október) verður myndin endurskoðuð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oft koma góðir júlídagar að vetri til, en fara framhjá innipúkum. Væri ekki ráð að telja ,,sumardaga" alls ársins?

Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 2.9.2024 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6
  • Slide5
  • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 35
  • Sl. sólarhring: 157
  • Sl. viku: 1208
  • Frá upphafi: 2464595

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 1038
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband