Afmælisdagur hungurdiska

Ritstjórn hungurdiska þykir sjálfsagt að minnast þess að í dag (19. ágúst) eru 14 ár frá stofnun bloggsíðunnar. Það þykir sumum langur tími - og vissulega hefur ómældur tími farið í  misvelheppnuð pistlaskrifin [3241]. Umfjöllunarefnin hafa öll verið tengd veðri - og ótalmargt er óskrifað enn. En svo er komið að ritstjórinn man ekki lengur öll umfjöllunarefnin og verður jafnvel hissa þegar hann flettir gömlum pistlum. 

Pistlarnir hafa hin síðari ár verið færri en áður, minna um frumleg skrif, en meira um samantektir úr gömlum fréttum og þess háttar. Er það vonandi vel þegið hjá einhverjum lesendum. 

Á undanförnum árum hefur langstærsta verkefnið verið að taka saman pistla um veðurlag og atburði einstakra ára. Vantar nú aðeins þrjú ár upp á að pistlar hafi litið dagsins ljós um öll árin 1801 til 1974 hvert fyrir sig - auk fáeinna ára á 18. öld (eftir eru 1962, 1963 og 1944). Þegar því lýkur er ætlunin að fara á hundavaði yfir helstu atburði áranna 1975 til 2024 - ekki alveg ljóst enn hvernig að því verður staðið. Hvort þrek og heilsa endist til frekari skrifa verður bara að koma í ljós. 

Ritstjórinn notar tækifærið til að þakka góðar undirtektir í áranna rás og Morgunblaðinu fyrir hýsingu og það utanumhald sem henni fylgir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk kærlega fyrir pistlana þína

Herbert Baldursson (IP-tala skráð) 20.8.2024 kl. 12:58

2 identicon

Bestu þakkir fyrir ómældan fróðleik undanfarin 14 ár!

Finnbogi Óskarsson (IP-tala skráð) 20.8.2024 kl. 18:06

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já þakka þér kærlega fyrir ritverkið Hungurdiska,að því sögðu undrast ég ekki að höfundur kenni vel þekktra áminninga og verði að hlíða þeim..........

Helga Kristjánsdóttir, 20.8.2024 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • w-blogg220225e
  • w-blogg220225d
  • w-blogg220225c
  • w-blogg220225b
  • w-blogg220225a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.2.): 2
  • Sl. sólarhring: 244
  • Sl. viku: 1367
  • Frá upphafi: 2447898

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1231
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband