Hálfur ágúst

Hálfur ágúst. Meðalhiti í Reykjavík er 11,1 stig, -0,4 stigum neðan meðallags sömu daga á árunum 1991 til 2020 og -0,2 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Hitinn raðast í 17. hlýjasta sæti (af 24) á öldinni. Hlýjastir voru sömu dagar árið 2004, meðalhiti 14,0 stig, en kaldastir voru þeir árið 2022, meðalhiti þá 10,0 stig. Hitinn er nærri miðju á langa listanum, í 71. sæti af 152. Á honum er 2004 líka á toppnum (hvað annað), en kaldastir voru þessir sömu dagar árið 1912, meðalhiti þá aðeins 7,4 stig.

Á Akureyri er meðalhiti fyrri hluta ágúst 10,8 stig, -0,5 stigum undir meðallagi 1991 til 2020 og -0,1 stigi neðan meðallags síðustu 10 ára.

Að tiltölu hefur verið kaldast á Austfjörðum, þar raðast hitinn í 20. sæti (af 24), en hlýjast að tiltölu hefur verið á Norðausturlangi og Austurlandi að Glettingi - þar sem hitinn er í 12. hlýjasta sæti (miðju röðunar).

Á einstökum stöðvum hefur verið kaldast að tiltölu á Vattarnesi. Þar er hiti -1,2 stigum neðan meðallags síðustu 10 ára. Hlýjast að tiltölu hefur verið á Hraunsmúla í Staðarsveit, hiti +0,6 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára.

Það hefur verið úrkomusamt. Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 75,9 mm og hefur aðeins fimm sinnum mælst meiri sömu daga, síðast 1983 og 1984. Þetta er hátt i þreföld meðalúrkoma. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 32,9 mm og er það um 80 prósent umfram meðallag. Á Dalatanga hafa mælst 220,8 mm, hátt í fjórfalt meðaltal - og vantar ekki mikið upp á hæstu tölu sömu daga, 237,1 mm (2009).

Sólskinsstundir hafa mælst 57,8 í Reykjavík, 23,6 færri en í meðallagi. Á Akureyri hafa stundirnar mælst 50,7, 19 stundum undir meðallagi.

Loftþrýstingur er enn með afbrigðum lágur. Mæliröð nær aftur til 1822 og hefur meðalþrýstingur fyrri hluta ágústmánaðar aldrei verið jafnlágur þessi 200 ár rúm. En keppnin í lágþrýstingi ágústmánaðar í heild er langt í frá útkljáð. Það fer eftir því hvernig á málin er litið hversu óvenjulegt þetta telst. Líkur á því að einhver hálfur mánuður ársins slái 200 ára gamalt met sömu almanaksdaga eru alltaf töluverðar - gerist að meðaltali á fáeinna ára fresti. En okkur veðurnördum finnst þetta samt harla athyglisvert (en engum öðrum).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 100
  • Sl. sólarhring: 239
  • Sl. viku: 2422
  • Frá upphafi: 2413856

Annað

  • Innlit í dag: 96
  • Innlit sl. viku: 2237
  • Gestir í dag: 92
  • IP-tölur í dag: 92

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband